8.8.2008 | 11:43
Nú blámar yfir berjamó
Nú er tími aðfanga. Held að allir ættu að fara upp í lautir og hlíð og verða sér út um ber. Nóg er af þeim hér á Vestfjörðum allavega. Þessi dásamlegu ber eru full næringarefna og Því bráðholl og ég tali nú ekki um góð.
Mamma er stödd út á Sandi og lætur hvorki aldur né aðstæður hindra sig í að bjarga verðmætum. Hún fór upp í hlíð fyrir ofan bæinn og kom með rúm fimm kíló af berjum. Ég ætla að kíkja í ber um helgina. Hvað sem ég geri við þau, safta, sulta, frysti. Endalausir möguleikar.
Athugasemdir
Ohh ég væri svo til í að komast Vestur í berjamó, þvílíkt magn sem er af berjum þarna :)
Bið að heilsa í móana Halla mín
Anna Sigga, 8.8.2008 kl. 12:24
já þú mátt alveg koma og týna við bústaðinn minn, þú stóðst aldrei við að koma í heimsókn meðan þú varst hérna nú bætir þú bara úr því
Halla Signý Kristjánsdóttir, 8.8.2008 kl. 15:42
Má ég líka tína við bústaðinn þinn? Hvar sem hann nú er??
Ylfa Mist Helgadóttir, 8.8.2008 kl. 17:03
Ylfa mín alltaf velkomin,,, hann er sko ekki einhvarstaðar heldur í landi Traðar í Önundarfirði en við verðum að biðja Helgu systir um hvort við megum týna en hún er ferkar stillt kona og leyfir okkur það örugglega enda ertu Önfirðingur.
Halla Signý Kristjánsdóttir, 11.8.2008 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.