Farðu heim og sæktu stóra borinn hans föður þíns!

Ég sat við tölvuna í mestu makindum á heitasta degi ársins í gær, þegar kvað við rosa sprenging. Ég stökk upp úr stólnum og út í glugga. Þetta var þá fyrsta sprengingin frá gangnagerðinni í Óshlíð. Það má segja að Bolungarvík iði af framkvæmdum þessa dagana.

Höggin frá höfninni koma frá endurbyggingu stálsþilsins, Miklar framkvæmdir í hlíðum Traðarhyrnu, þar er verið að gera snjóflóðavarnargarð til verndar byggð, hafin er framkvæmd við Óshlíðargöng og Félagsheimilið rís senn úr öskustónni.

AUk þess sem ég hef tejup eftir að miklar framkvæmdir hafa verið hjá einstaklingum í görðum og húsaviðgerðum, og nokkur iðnaðarhúsnæði við Hafnargötuna hafa tekið stakkaskiptum sem var mjög til bóta.

Þetta allt virðist draga úr framkvæmdagleðinni hjá mér við að vinna í garðinum mínum, það er táknrænt að það er eitt blóm "gleym mér ey" sem virðist taka hér völdin kannski til að áminna okkur garðeigendur að við séum ekki að standa okkur nógu vel í umhirðu. En í staðinn erum við búin að vera ágætlega duglega við sumarbústaðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband