Landsbyggðin vh höfuðborg

Lögreglan í Reykjavík fékk laust fyrir hádegi tilkynningu um að karlmaður væri allsnakinn á göngu í Esjuhlíðum í um 600 metra hæð á uppleið. Útvarpið hafði eftir sjónarvotti, að maðurinn hefði meira að segja verið sokkalaus.

Vantaði bara sokkana? og hvað var á uppleið hjá manninum?

Við hér á norðanverðu landinu erum með öndina í hálsinum, og sofum hálf illa því við erum svo hrædd við að mæta ísbirnum út í móa. En allt er nú gert fyrir þau þarna fyrir sunnan og svo kunna þau ekki gott að meta.

Við erum nokkrar konur í gönguhóp, nýstofnuðum, og höfum allan varan á okkur og viljum helst alltaf vera í kallfæri við einhvern skotfæran þegar við erum á labbi við hræðslu við meintan ísbjörn. En nú held maður slái undir nára og fara að kíka betur í kringum sig. Maðurinn finnst líka ekki fyrir sunnan aldrei að vita en hann hafi fært sig norðar á landið. . Smile


mbl.is Allsnakinn á Esjunni í 600 metra hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"En allt er nú gert fyrir þau þarna fyrir sunnan og svo kunna þau ekki gott að meta"

Hvað áttu við með þessu? Að lögreglan og björgunarsveitir þarna fyrir vestan leiti EKKI að andlega vanheilu fólki sem týnist nakið úti?

Hvað eru komin mörg ár síðan ísbjörn kom á vestfirði? 15 ár?

Karma (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 10:49

2 identicon

Já og til að bæta því við þá fannst maðurinn látinn í morgun.

Karma (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 11:06

3 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Það kom hverki fram að maðurinn væri andlega vanheill!! má ekki ganga út í nakinn út i náttúrunni? nema andlega vanheill. Sé ekkert athugavert við það, sjálfsagt hafa konurnar séð að það var eitthvað annað athugavert við manninn heldur en hann hafi verið nakinn og því tilkynnt málið en það kom ekki fram.

ég var ekki að gera lítið úr andlegri vanheilsu aumingja mannsins. Leitt að þetta hefi komið fyrir.

Halla Signý Kristjánsdóttir, 25.7.2008 kl. 11:54

4 identicon

Það mátti lesa úr fréttinni að það væri eitthvað mikið að, jafnvel þó að það hafi ekki verið sagt í fréttinni.

Hvað áttu annars við með: "En allt er nú gert fyrir þau þarna fyrir sunnan og svo kunna þau ekki gott að meta"?

Karma (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 13:14

5 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

ég átti ekki við neitt, nema upp á grínið, því mér fannst ekkert athugavert við að maðurinn væri nakinn, annað mál ef hann hefur verið veikur, enda kom slíkt ekkert fram.

Svoleiðis var það nú!

Halla Signý Kristjánsdóttir, 25.7.2008 kl. 14:52

6 identicon

Já þessi fréttaflutningur er svolítið sérstakur og það er nákvæmlega það Halla er að tala um þarna.

Þess má geta að frétt sem ég heyrði skömmu síðar var á þann veg að þyrla hafi verið send út til að leita að nöktum manni sem tvæ konur höfðu séð á gangi í Esjunni.

Flestrir vita væntanlega að það er ólöglegt að vera nakinn á almannafæri, það er hinsvegar mjög sérstakt að þyrla skuli vera kölluð til að leita að lögbrjóti af þessum toga.

Það er vitanlega mjög leitt að maðurinn hafi síðan fundist látinn, það gerir hinsvegar ekki fyrri fréttaflutning betri.

Unnar Reynisson (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 09:40

7 identicon

Unnar: Það var nokkuð ljóst að þyrlan var aldrei send út til að leita að lögbrjót, það hefur aðeins gerst einu sinni svo ég viti til og þá var verið að leita að manni sem framdi vopnað rán í banka.

Að láta sér detta í hug að þyrlan hafi verið að leita að þessum manni þar sem hann var að brjóta lög er bara heimskulegt.

Þyrlur landhelgisgæslunnar eru sendar út til að aðstoða við björgun á fólki í vanda, hvort sem það er týnt, slasað eða hætt komið af einhverjum öðrum sökum. 

Karma (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 11:22

8 identicon

Auðvitað er ekki send út þyrla að leita að lögbrjóti sem hefur gerst sekur um ósðilega hegðin.

En Karma þrátt fyrir allt finnst þér þetta ekki dálítið sérstakur og ónákvæmur fréttaflutningur?

Eins og áður sagði var það fréttaflutningurinn sem er verið að tala um, ekki atburðurinn sjálfur. Það er þá bara spurning hvort ekki ætti að flengja fréttastofuna fyrir að koma með svona tvíræðar fréttir. Hvað finnst þér?

Unnar Reynisson (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 15:41

9 identicon

Unnar: "En allt er nú gert fyrir þau þarna fyrir sunnan og svo kunna þau ekki gott að meta" Hvernig er hægt að túlka þetta annað en það sé verið að tala um atburðinn sjálfan?

Auðvitað er ég sammála því að þetta sé slakur fréttaflutningur enda hefði átt að vitna í lögreglu eða björgunarsveit um alvöru málsins því fólk gerir sér greinilega ekki grein fyrir því. Gæðum mbl.is hefur hrakað mikið undanfarin misseri og hef ég rökstuddan grun að verið sé að fækka reynslumeiri blaðamönnum fyrir reynslulausa (ódýrari).

Karma (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 16:20

10 identicon

Ég svara svosem ekki fyrir Höllu, er saklaus vegfarandi rétt eins og þú. Það sem ég hinsvegar las úr færslunni var einmitt að hún væri að benda á fáránleika fréttarinnar. Ég er reyndar dálítið hissa á því hversu illa þú tekur þessu. Umrædd frétt segir ekki til um að maðurinn hafi verið í hættu.

Annars nenni ég ekki að rökræða þetta frekar, ég hef bennt á allt sem ég þarf að segja um málið.

Unnar Reynisson (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband