3.7.2008 | 18:42
Legg ekki í heiðina í bili
Nú er friður og ró skollinn á. Kallinn farinn með átta til reiðar og þrjá meðreiðarseina inn í Djúp þar sem leið liggur yfir Grunnavíkurheiði og að Flæðareyri. Ég gafst upp við hugmyndina að fara gangandi yfir Dalsheiði, fékk engan með mér auk þess sem mér fannst seint að leggja á heiðina undir nótina. Ég gæti auðveldlega villst, týnst og tröllum gefist eða ísbirnum. Svo ég fer bara með Kristínu, Finnboga, Önnu Þuríði og litlu krökkunum í fyrramálið með Sigga Hjartar.
Nú er veturinn sem var hér í vikutíma horfin á braut og hitastigið farið að nálgast 20 gráður, hækkað bara um 13 gráður sem er nokkuð gott. Svo geta veður skipast fljótt í lofti.
Grímur bæjarstjóri orði sveitarstjóri í Dalabyggð. Þetta eru nokkur umskipti en ég óska honum góðs gengis og Dalamönnum til hamingju með nýja sveitarstjórann. Ég vona að landbúnaðarpistlar mínir og Mundu úr kaffistofunni á bæjarskrifstofunni fleyti honum áfram í landbúnaðarhéraðinu.
En ég er farin á Flæðareyri....
...Ég vildi ég sæi strolluna
koma niður hólanna
Sillu, Dóru og Soffíu, Soffíu, Soffíu
Gest, Didda og Ólínu,
Fríðu, Einar, Kristínu
Gumma, Grím og Þóreyju
og Jakobs Fals og frú.......
Athugasemdir
Góða ferð mín kæra
Ylfa Mist Helgadóttir, 3.7.2008 kl. 22:12
heym þú gleymdir júhú þarna í endan á eftir "og Jakobs Fals og frú, JÚHÚ"
Sjáumst á Flæðareyri.
Guðbjörg Stefanía (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 23:10
.... Gest, KITTA og Ólínu.... :) (Rétt skal vera rétt, ekki satt)
JBI (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.