Kaffileikhús

Brá mér á kaffihús í kvöld í Einarshúsi hérna í Bolungarvík. Sá þar frábæran einleik Elvars Loga á sögu Péturs og Einars. Sem voru tveir athafnamenn sem bjuggu með fjölskyldum sínum í þessu húsi. Þeir voru stórathafnamenn hér í Bolungarvík en enduðu með sitthvoru sniði, Pétur lifði mikla sorg í sínu einkalífi en Einar var gæfusmiður í sínu. En báðir renndu þeir styrkri stoð í uppbygginu að Bolungarvík sem hún er í dag.

Ef þeir hefðu lagt árar í bát þegar móti blés og dregið niður segl þá væri þessi vík lítið annað en minningarsafn gamalla torfkofa, líklega hefði þó maður komið í manns stað. En þeir stóðu keikir þótt móti blésu. Eins og haft var eftir Einari í leikritinu " ef ríkisvaldið kemur ekki til aðstoðar, þá bara geri ég það sjálfur"

Þessi orð eiga alltaf við núna jafnt sem áður.

Ragna vert í Einarshúsi á heiður skilið að hrinda þessu leikriti úr vör, Elvar og Soffía fyrir handrit og leikstjórn.

5 stjörnur af 4 mögulegum Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir komuna

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 20.6.2008 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband