3.6.2008 | 21:34
Óvenjulegir dagar
það má segja að undanfarnar vikur hafi verið nokkuð óvenjulegir.
Ísbjörn í júní að spássera um fjallgarða Norðurlands. Þjóðin fær auðvitað Lúkasarsyndrúmið yfir þessu öllu, en ég segi hvað átti að gera við dýrið? Svæfa það og fara með það í næsta fjós á meðan ráðamenn rifust yfir því hvað átti að gera við það? eeeee nei.
Margir vilja fara með það í húsdýragarðinn til að uppfylla sýndarmennskuna í mannfólkinu og jafnvel styðja það með umhverfisjónarmiðum, já helló,, húsdýragarðurinn og umhverfisvernd renna nú jafnilla saman og vatn og olía. Ef þetta hefði verið mús eða ær eða jafnvel hreindýr þá hefði verið lítið mál að koma því til síns heima en þetta er bjarndýr.
Jarðskjálftar hrista Suðurlandið, ekki óvænt en hrikalegt fyrir fólk, strax búið að dæma 28 hús óíbúðarhæf. Þetta er auðvitað stórmál og þetta býr með fólki alla ævi, þótt ekki hafi hlotist mannskaði af. En þetta er náttúruvá sem erfitt er að spá um. Maður er þó nokkuð viss hvenær þú átt von á snjóflóði en þetta er alltaf yfirvofandi. brrrrrrrrr vildi ekki hafa þetta yfir mér. En hugsa mikið til þess fólks sem upplifði þetta.
Svo að öðru skemmtilegu. Ólína Adda útskrifaðist sem stúdent sl. helgi frá Menntaskólanum á Ísafirði. Hrikalega stolt af stelpunni, og nú hefur hún stíft flugfjaðrirnar og tekur flugið suður á bóginn og búin að leiga íbúð komin með vinnu í Reykjavík. Svona er lífið ungarnir fljúga úr hreiðrinu eitt af öðru.
Finnbogi búin með Grunnskólann og stefnir á menntaskólann á Ísafirði, nú er bara eitt barn eftir í grunnskóla, hún Anna mín litla.
Athugasemdir
Til hamingju með Ólínu bið að heilsa henni(þ.e að segja ef hún man eftir mér).Mikið var það nú gott að þeir á Sauðárkróki skyldu drepa blessað dýrið.Þetta hefði kostað þjóðfélagið marga miljarða og hvar í ósköpunum hefðu við átt að fá þá. Kveðja úr Kópavoginum Gunna
Gunna (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 22:27
Til hamingju með börnin, en hvernig væri að fá myndir af þessum elskum !!!
Ólína var svo flott með hvíta kollinn sinn.
Helga Dóra (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 10:11
Fannst forkastanlegt að ísbirninum hafi ekki verið gefin kostur á að tala við lögfræðing áður en hann skotinn,einnig hef ég heyrt að félagsleg staða hans hafi ekki verið skoðuð hvorki af félagsfræðingi né meðferðarfulltrúa í þeim efnum.
jk (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 13:05
Óþarfi að drepa dýrið það er til nóg af skafirðinum þó að það hefði éti einn eða tvo.(haha)
Sigríður Línberg (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:35
Hæ hæ!
Til hamingju með börnin.
Já það er eko ekki hægt að vera í friði á þverárfjallinu ef maður er ísbjörn.
JK Félagsleg staða ísbjörnsins var of góð hefði þurft að vera í óreglunni til að fá félagslegan stuðnings hehe.
En Sísí Það er nóg til að Skagfirðingum það eru bara svo fáar löggur að það var ekki treyst á það ef hann hefði valið löggur til að éta.
Sjáumst vonandi hress og kát í sumar kv Lulla og Kristín Björg
Lulla (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 00:48
Innilega til hamingju með nýstúdentinn!
Harpa J (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.