19.5.2008 | 22:11
Týndir flugmenn
Krakkar úr 10. bekk Grunnskóla Bolungarvíkur héldu glaðbeitt til Reykjavíkur. Ferðinni var heitið til Færeyja í skólaferðalag. Ferðin átti að taka fjóra daga, út í dag, heim á föstudag. Öllu liðinu stefnt út á Reykjavíkurflugvöll í dag kl 16:30,,, en ææ það reyndust ekki vera til flugmenn til að fljúga. Hætt við flug.
19 skólabörn ásamt farastjórum, hýrast (ef hægt er að orða svo) á Hilton hóteli á kostnað Flugfélags Íslands.
Ég lýsi eftir þessum flugmönnum, hvar skildu þeir halda sig? Vinsamlegast skilið til réttra vinnuveitanda. Skildu þeir hafa skipt um atvinnugrein, kannski komnir í Álverið, eða orðnir flóttamenn á Skaganum? Hver veit. Þeir taka við öllum,, þvílík afturför. Við sem erum með hæðstu meðaltal í hamingju, læsi, meðaltekjum, hreinu lofti, minnsta útblæstri, hreinustu náttúruna, skemmtulegstu, fallegustu konurnar, ....... man ekki meir. Áfram Hitler, hreinan stofn og enga olíuhreinsistöð.
Athugasemdir
Uuuuu... Halla mín? Ertu ekki í stuði og allt? Ertu nokkuð.....önug?
Hírst á Hilton? Það er ekki slæmur kostur ;)
Ylfa Mist Helgadóttir, 20.5.2008 kl. 08:50
Nei rífandi stemming hvernig er annað hægt, í þessu yndislega veðri, þetta er bara öfund,, mig langar bæði til Færeyja og á Hilton.....
Halla Signý (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.