Leiksýning

Steinn Steinarr var frábært skáld, hann hefði orðið 100 ára á þessu ári, og það eru 50 ár frá því hann lést. En orð hans og ljóð gilda enn. Fyrsta ljóðabókin sem ég keypti mér var ritsafn Steins Steinars, 16 ára unglingur og nemandi í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Hann segir t.d. á einum stað:

Hin mikla leiksýning
var loks á enda.
Eins og logandi blys
hafði leikur minn risið
í hamslausri gleði
og friðlausri kvöl,
uns hann féll á ný
í skoplegri auðmýkt
til upphafs síns.
Það var lífið sjálft,
það var leikur minn.
Og ég leit fram í salinn
og bjóst við stjórnlausum fögnuði
fólksins.
En þar var enginn.
Og annarleg kyrrð hvíldi yfir
auðum bekkjunum.



Steinn Steinarr
1908-1958

Úr bókinni Ljóð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er einhver  Steinn Steinar í Bæjarstjórn Bolungarvíkur ?????????

kv/Sigga

Sigga (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 12:28

2 identicon

Nei en hann var Vestfirðingur... fæddur á Nauteyri við Djúp

Halla SIgný (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 22:32

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Já.

Ylfa Mist Helgadóttir, 26.4.2008 kl. 01:29

4 identicon

Steinn er sígildur.

Harpa J (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband