15.4.2008 | 21:44
ferðalag konu
Ég fór á fund á Ísafjörð í dag,, ekki til frásögu færandi, settist upp í minn fjalla jeppa og ók í nákvæmlega 19 mín inn í Orkubúshús á Stakkanesi. Var mætt á stjórnarfund í OV ehf kl 12:00. Með mér er kona frá Tálknafirði í stjórn hún Eyrún Ingibjörg sveitarstjóri. Hún átti að baki heldur lengri ferðalag og ævintýralegri. Að heiman fór hún akandi á Bíldudag, þar fór hún með bát inn í Mjólká, þaðan fóru þeir orkubúsmenn með hana á jeppa eins langt upp í Hrafnseyrarheiðina eins og hægt var, þá fór hún á snjósleða yfir heiðina og labbaði svo rest á móti bíl sem beið og flutti hana lokakaflann til Ísafjarðar.
Sko ég fór á þennan fund í dag,, ekki árið 1974. Þetta eru þær samgöngur sem okkur Vestfirðingum er boðið upp á innan fjórðungsins. Eftir fundinn átti hún von á að komast á bíl alla leið í Mjólká þar sem mokstur á Hrafnseyrarheiði stendur yfir. Enda eins gott því hún átti fund á Tálknafirði klukkan átta í kvöld.
Ég vil efla samstarf innan fjórðungsins, en til þess verður að koma til samgöngubóta, það er alveg eins gott að taka upp samstarf við Hvalfjarðarstrandahrepp eða Fljótin með sömu samgöngur og hérna eru á milli.
Tvöföldum vega og endurnýjun vega í þriðja sinn geta beðið annarsstaðar á meðan við fáum heilsársvegi í fyrsta sinn hérna milli.
Því segi ég að það á að kyrrsetja Bormenn Íslands hérna innan fjórðungsins þegar þeir koma hérna til Bolungarvíkur og láta þá klára eitt og annað. Alla vegna koma því almennilega á koppinn áður en þeir sleppa suður og tvöfalda Hvalfjarðargöngin.
Athugasemdir
já þetta er frekar ótrúlegt að þetta skulu vera svona og það árið 2008... en eiga ekki allir að vera komin á flugbíla árið 2012.. tekur því ekki að gera eitthvað núna
eða hvað??
Kristín (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 23:26
Heyr, heyr þetta er alveg ótrúlegt, hvað samgöngur eru hér aftarlega á merinni. Kem í lið með þér að kyrrsetja bormenn, svona fram eftir öldinni !
Helga Dóra (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 11:13
Kæru systur, það vekur ykkur og öðrum vestfyrðingum óyndi eru of greiðar samgöngur.
jk (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 21:02
Ath það sem vekur og svo f.
jk (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.