14.4.2008 | 17:40
Fréttablaðið
Það fer voðalega í taugarnar á mér þegar ég les ambögur í dagblöðum, þrátt fyrir að ég gerist sek um það í mínu daglega málfari og skrifum, þá finnst mér að dagblöðin eigi að vera til fyrirmyndar. Það er greinilegt að það er ekki lagt í það hjá Fréttablaðinu að lesið sé yfir fréttir áður en blaðið fer í prentun enda skal allt gerast á hraða ljóssins.
tökum dæmi úr blaðinu í dag:
"Tvennt slapp óhult þegar sumarbústaður í Miðfellslandi á Þingvöllum brann til kaldra kola í fyrrinótt."
ég fagna því að sjálfsögðu að fólkið slapp, nóg komið að slysaöldunni sem ríkt hefur sl. viku.
líka má sjá i sama blaði: "Fjölskylduráðgjafi segir þörf á mótvægisaðgerðum vegna þess jafnvægisleysis sem skapast hafi með breyttum þjóðfélagsastæðum" er hægt að troða fleiri nýyrðum inn í þessa málsgrein?
ég held ég þurfi á mótvægisaðgerðum að halda.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.