16.3.2008 | 10:49
Pálmasunnudagur
Í dag er runnin upp pálmasunnudagur skýr og fagur. Toppar þó ekki daginn í gær, í Víkinni var sól í 10 tíma taldist mér, eða frá 8-18. Loksins.
Fór vestur í Önunduarfjörð, já fór vestur, ég segi það alltaf, við Vestfirðingar erum svo áttavillt. Svo þegar ég fór heim aftur, þá fer ég norður.
Nema hvað ég fór til að vera við aðalfund ´Kvenfélags Mosvallahrepps. Mjög gaman að hitta konurnar í sveitinni. Þær eru bara allar svo ferskar og duglegar. Ég hef verið formaður kvenfélagsins í þrjú ár og ætla að vera það alla vegna eitt ár í viðbót. Hélt kannski að þær vildu mig af núna þar sem ég hef ekki verið nógu duglegar að kalla saman fund, en samt vildu þær að ég yrði áfram, höfðu svo sem allar mikið að gera og ekki alltaf tíma sjálfar. En Kolla kom með snilldar hugmynd um að gera alltaf tvær ábyrgar fyrir næsta fundi svo ábyrgðin á hitting, dreifist.
Það komu margar góðar hugmyndir fram m.a. að við myndum gera okkur bloggsíðu, og auðvitað þegar okkur dettur eitthvað í hug eða réttara sagt henni Siggu í Dal þá er það bara framkvæmt og hún er þegar komin í loftið http://kvenfelagmosvallahrepps.bloggar.is/ það á auðvitað eftir að prjóna heilmikið við.
Kvenfélag sem fylgist með tímanum.
Svo fór ég í þriggjaafmælisveislu til hennar Ylfu Mistar, hún lumar nú á ýmsu konan og kemur sífellt á óvart. Td. vissi ég ekki að hún er húsmæðraskólagengin frúin. Hún gifti sig út á Ingjaldssandi, (vissi það nú reyndar), hún er ekki feminsiti, bakar vöpplur úr spelti. Já það er hollt og gott að þekkja Ylfu Mist.
Svo kemur aðalfólkið í dag, Ólöf María og Jóhann Ingi, frumburðinn minn fylgir með. Þetta verða dásamlegir páskar.
Athugasemdir
Já, Halla fallegur pálmasunnudagur í dag, hef alltaf haldið upp á þennan dag, síðan ég var lítill strákur og faðir minn sagði mér að hann hefði fæðst á pálmasunnudag, 25.3.1923, og var þetta sérstakur dagur í sveitinni þegar ég var að alast upp, eins og allir páskarnir, var mikið um afmæli um páskana, ég og bróðir minn f.24.3., þriðji bróðir f.9.4. og systir f.16.4., var oft skoðað á dagatölin um áramótin um hver ætti nú afmæli um páskana.
Hallgrímur Óli Helgason, 16.3.2008 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.