Blogg

Þetta bogg mitt getur nú varla talist spennandi þegar það líða vikur á milli færslna. En nú gefst stund. Laugardagsmorgnar eru mínar gæðastundir. Ein með kaffibollann og hrotur unglinganna berast út úr herbergjum hússins í takt við gömlu góðu gufuna.

Þegar ég var lítil fékk ég málshátt úr páskaeggi sem hljóðaði svona " morgunstund gefur gull í mund", Mömmu fannst þetta passa mjög vel við mig þar sem ég var alltaf fyrst á dekk á morgnanna.

Ég er svona enn, komin á fætur, mörgum klukkustundum á undan öðrum heimilismeðlimum. Það hefur aðeins einn galla, ég næ aldrei seinnifréttunum í sjónvarpinu því þá er ég farin að draga ýsur.

Á þriðjudagskvöldið hélt ég mér vakandi til kl 00:30 var að horfa á lokaþátt Glæpsins. Hafði farið í bíó á sunnudagskvöldið. 

Finnbogi minn kom tvisvar fram til að spyrja mig hvort ekki væri allt í lagi, honum fannst það hlyti að vera þegar hann sá mig fyrir framan sjónvarpið og klukkan orðin svona margt í miðri viku.Wink

En það er af bíómyndinni að segja að hún var yndisleg, Brúðguminn, eftir Baltasar. Mæli mjög sterkt með henni. Full af yndislegum senum bæði dramatískum og kómískum. Ég var farin að troða treflunum upp í mig þar sem ég truflaði næstu bekki.

Annars svona í vikulokin ein pæling.

Lýsi eftir þenslunni í þjóðfélaginu,, hún var á leiðinni vestur á firði (eða svo var lofað) síðast sást til hennar í Brú í Hrútafirði, þar sem hún kolgleypti mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hún er klædd í bláan alfatnað  með kratarósina í hnappagatinu og talar sem sunnlenskum hreim.

Þeir sem hafa séð til ferðar hennar eru vinsamlega beðnir um að skila henni til síns heima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Hahahahaha!

Ylfa Mist Helgadóttir, 8.3.2008 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband