20.2.2008 | 16:05
vinnukona
Í gærkveldi nákvæmra kl 19:30 hófust deilur á heimilinu hjá mér. Matartíminn yfirstaðinn og ég fór fram á það við unglingana þrjá á heimilinu að einhver af þeim myndi vaska upp. Nei það var nú ekki alveg auðfengið, hver benti á annan, " sko nú er komið að honum/henni hann/hún hefur sko ekki vaskað upp síðan í síðasta mánuði"
frekar þreytandi
en þá kom tveggja ára snót, sem er í heimsókn hjá ömmu sinni, valhoppandi og klappaði saman höndunum af gleði. " amma ég skal vaska upp fyrir þig" Hjartað á mér bráðnað og lak út á stétt.
Ég mynnist þess nú reyndar að þau þessi sömu unglingar, voru á þessum aldrei voru alltaf til í að hjálpa, alveg þangað til að þau gátu það!
Athugasemdir
Elsku litla stúlka, það vanta ekki viljan og góðmennskuna í barnið.
Sæt er hún líka, með afar falleg augu.
Kveðja,
Anna Kalkaða
Anna Sigga, 20.2.2008 kl. 17:56
Ji! Ertu orðin AMMA???
Á Ólína nokkuð þessa? Ekkert veit maður, það er á tæru!
Ylfa Mist Helgadóttir, 22.2.2008 kl. 14:58
Nei- Ylfa ólína er ekki orðin mamma, en ég (þótt ólíklegt er ) þá á ég tvö yndisleg ömmubörn, sem gerir lífið æðislegt en ég er óvenjulega ung amma , finnst þér ekki? eða alla lít fyrir það.
þetta er börn Kristínar elstu dóttur okkar
Halla Signý (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 15:30
Þessi aldur er nefnilega sá allra duglegasti :) En ég er nú viss um að það hafi verið hann Siggi Gummi vinur minn sem á endanum vaskaði upp.......eða fór út í búð og keypti eina uppþvottavél!!!!!
Bestu kveðjur úr Gula Húsinu :)
Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 11:30
Litla dúllan þetta þekki ég, sé það núna að maður á að gefa sér góðan tíma í þetta og láta litlu krúttin um þetta annars missa þau áhugann. Bestu kveðjur Magga Lilja
MaggaLilja (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.