8.2.2008 | 15:21
Þannig
Það mætti halda að áhrifa REI gæti hér í veðrinu að minnsta kosti, Það er blindbylur og svo kemur asahláka, og allur snjórinn gerir sig tilbúin til að renna inn um kjallara og önnur neðanjarðarbirgi. Óshlíðin hefur verið lokuð og svo opin og svo lokuð. Þannig er staðan í þessum skrifuðu orðum. Best að hafa það bara svoleiðis þá er ekkert flakk á fólki sem kemur sjálfum sér og öðrum í hættu með þessu flakki.
Fólk hringir hér og vill láta moka hér og þar og svona og hinsegin. Það er eins og einhver sagði "hér búa 904 íbúar og af þeim eru 903 snjómoksturssérfræðingar og þessi 904. er látinn moka"
Væri ekki hægt að gera skýrslu um málið. Líkt og REI og það væri alls ekki öruggt hver væri ábyrgur og hver ætti að víka.
það er svo!
Athugasemdir
hahahah aumingja þessi sem er númer 904
Kristín (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 22:43
Ég skil þetta ekki með snjómoksturssérfræðingana fara þeir aldrei af bæ. Ég verð svo glöð þegar ég sæki næstu bæi heim og kem aftur í Vikinna því hér komumst við þó skammlaust um nema þegar mesti veðurofsinn er að dynja á okkur svo er þetta í lagi. Ég hef reynsluna, bý í einni mestu snjóakistu í Vikinni eða á H16.
Guja (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 22:31
Ég held þetta fólk ætti að prófa að fara til Dalvíkur!! ÞAR snjóar! Ég man eftir endalausum sköflum upp á 2. og 3. hæð húsa þegar ég var barn. Meira að segja frægum ljósastaurum sem fóru á kaf!
Ylfa Mist Helgadóttir, 12.2.2008 kl. 02:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.