5.2.2008 | 08:57
Það er þorri
Eins og allir sem byggja þetta litla land þá er þorratíð. Snjórinn smaug niður um kuldaskóna á leið í vinnu í morgun og ég átti fótum fjör að launa að koma mér undan snjóruðningstækjum og jeppum á röskum gangi til að ná í gegnum skaflanna.
Já fyrir viku síðan var ég í 27 stiga hita út á Tenerife og gekk berfætt á sandölum út í bakarí til að kaupa brauð með morgunkaffinu. Já það var öðruvísi, ekki eins. Nei nei.
... ég að kvarta! hvaða vitleysa. Þetta er allt svipað, bara upplifun á lífinu í mismunandi klæðnaði. Var lengur að klæða mig í morgun heldur en fyrir viku. Svoleiðis er það bara. Svo snýr tunglið rétt hérna, ekki á hvolfi. Ekki það að ég sjái það hérna í snjómuggunni en það er þarna og kemur í ljós í betri tíð.
þannig er það nú bara...
Athugasemdir
Er ekki gleði á þorranum!?! Þú heldur nú samt alltaf jákvæðinni þó þú gangir ekki berfætt og sjáir ekki tunglið þitt... gott að sumt breytist aldrei
Ég þarf að fara hitta á þig við tækifæri, kannski maður fari að drull.... til að halda þetta innflutningsteiti við tækifæri, verst að við þyrftum að bjóða inn í 4 manna hollum
Anna Sigga, 5.2.2008 kl. 09:35
Velkomin heim
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 5.2.2008 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.