Nú blámar yfir berjamó

Nei kannski ekki alveg. Það er nú bara að líða að þorra. Með sínum eldsúru pungum og sviðum. Það er best að finna til síða föðurlandið svo húsbóndinn geti hoppað á öðrum fæti kringum bæjarhúsið á bóndadagsmorgun í annarri skálminni. Bíddu! hvað ætli hafi verið tilgangurinn, hvernig ætti hann að geta blíðkað þorrann með því háttarlagi. "þögull þorri heyrir þetta harmakvein, gefur grið einn neinn" Sá ógnvænni andi sem fylgdi þessu mánaðartali hér fyrrum hefur alveg misst allt loft. Nú spranga húsbændur og hjú, á stuttbuxum við sólarstrendur suðrænna landa eða geispa fyrir framan tölvuskjáinn hér upp á fróni og gefa þorra greyinu langt nef, og hafa engar áhyggjur hvort stabbinn sé að minnka eða að skipstjórnarmenn æðrist yfir aflaleysinu, það gengur þá ekki á kvótann á meðan.

Breyttir tímar, Við erum komin svo langt frá hörkum heiðarbýlanna og gæftaleysi strandbyggðanna og okkur er nokk sama. Hlutabréfin falla ekki í takt við veðurfar né komu hafíssins. Það skiptir ekki ekki máli inn í kauphöllum landsins hvort lóan kemur eða fer.

Held að þetta sé öfugþróun eða þróunin hafi gengið of langt, ekki vil ég hverfa inn í torfkofanna aftur né róa í dauðann á opnum bát, en komm on..

Það sem skiptir mig máli núna er að stýrivextirnir lækki, krónan styrkist (þarf að kaupa evrur á hagstæðu verði) og hagvöxtur á Vestfjörðum aukist.  Hefur náttúran og veðurfar áhrif á þetta, það er spurning?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ertu á spáni?

Ylfa Mist Helgadóttir, 18.1.2008 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband