Misjafnar jólagjafir

Óskir fólks um jólagjafir eru misjafnar. Bæjarstjórinn í Vesturbyggð vill fá olíuhreinsistöð í jólagjöf og telur sig alla vegna vera farin að sjá í hornið á henni í gegnum gjafapappírinn!

Það er haft eftir honum í fréttablaðinu í gær að hann hafi ekki getað séð nokkurn skapaðan hlut í leyniskýrslu Fjórðungssambandsins sem gæfi tilefni til fyrirstöðu í að olíuhreinsistöð rísi á svæðinu.

Bíddu!

Er bæjarstjórinn í Vesturbyggð búin að sjá þessa skýrslu?? way?

Fjórðungssambandið gaf út eftirfarandi í gær:

Fram kom að sértækar skýrslur um náttúrufar við Hvestu í Arnarfirði og á Söndum í Dýrafirði verða ekki gerðar opinberar að svo stöddu. Aðspurð um ástæðu þess sagði Anna að Fjórðungssambandið og Íslenskur hátækniiðnaður, sem hefur lýst áhuga á byggingu olíuhreinsistöðvar, hafi gert með sér samkomulag um að binda þessar skýrslur trúnaði meðan á undirbúningi stendur vegna þess að efni þeirra nýtist við umhverfismat og fyrirtækið hafi viljað vera í forgangi. Ef Íslenskur hátækniiðnaður hættir við áform sín verða skýrslurnar gerðar opinberar. Fram kom að Fjórðungssambandið hafi lagt 8,5 milljónir undirbúning að olíuhreinsistöð. Framlag Íslensks hátækniiðnaðar er viðskiptahugmyndin. Heimild: http://bb.is/Pages/26?NewsID=109513

Fjórðungssambandinu finnst bara allt í lagi að leggja 8,5 milljónir af almanna fé í einhverja leyniskýrslu fyrir einhverja einkaaðila og hvað svo? Við megum ekki sjá hana fyrr en þeir eru búnir að hafna henni. En hvað um ef að einhver annar stór aðili vill reisa olíuhreinsistöð eða einhvern annan hátækiiðnað á sama svæði?

Síðan bætir formaður fjórðungssambandsins "að boltinn sé nú hjá fjárfestum og forsvarsmönnum Vesturbyggðar og Ísafjarðarbæjar. " Mér finnst þessi bolti bara vera ansi stór og hvaða rétt hefur Fjórðungssambandið til að varpa boltanum til þeirra ég bara spyr. Hvað með aðra Vestfirðinga?

Ég segi fyrir mig að Framtíðarjól Vestfirðinga verði bara ekki jafn björt ef hér rís olíuhreinsistöð á Vestfjörðum segi það og skrifa, herra Ragnar bæjarstjóri.

Við fjórðungssamband Vestfirðinga vil ég segja: Viljið þið gjöra svo vel að fara betur með fjármagnið sem þið hafið yfir að ráða eða allavega ekkert breyta því í eitthvað leynimakk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafðu engar áhyggjur Halla brostu þessi skammsýni verður ekki leyfð eða framkvæmd.Mikið nær væri að byggja fullkomin heilsuhæli í þessum fjarðarperlum ferkst loft og sjór . Færri kæmust að en vildu,fullkomnar skurðstofur, læknar og svoleiðis lið gætu búið í rvik eða í amriku eða ítalíu . Þunglyndir millar  annar hver íslendingur , makaðsetja græða milljarða lofa vinnu fyrir 3000 manns fyrsta árið, fáum peningakarlana í þetta. kveðja jk.

JK (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 23:45

2 identicon

Hvernig væri það - svo væri hægt að gera kvikmynd svona í anda ER ... og semja sögur sem hétu "læknirinn með stuttu eggjastokkana fann ástina" eða "Hvíti sloppurinn heillaði ..."  Sjónvarpsserían gæti heitið: "Heilun á slóðum Gísla Súrssonar"

Allir þunglyndu millarnir geta síðan farið í sveit og unnið hörðum höndum, loksins tekið á - svo má kenna þeim að míga í saltann sjó - fáum peningakerlingarnar í ' etta.

kveðja Eydís

Árelía Eydís (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband