Menningavitar Vesfirðinga

AfmaelisdagabokMenningaráð Vestfjarða úthlutaði styrkjum sínum í gær hér í Náttúrustofu Vestfjarða. Ég mætti á svæðið og horfði stolt á þegar Sigga í Dal tók á móti 500 þús. fyrir okkar hönd, afmælisnefndar Guðmundar Inga, fyrir m.a. útgáfu á afmælisdagbók sem gefin er út með vísum eftir Guðmund Inga.

Ég er alveg ferlega stolt að þessari bók, sem Guðfinna Hreiðarsdóttir bjó til prentunar var okkar helsti ráðgjafi við útgáfuna. Þau systkinin Ási í Tröð og Sigga í Dal, mega alveg eiga heiðurinn af þeirri vinnu sem hefur verið við að koma henni út þrátt fyrir að ég hafi setið í nefndinni með þeim. Ef Sigga og Ási væru bækur þá myndi ég gefa þau út í mörgum eintökum þau eru svo ósérhlífin og dugleg við að vinna að sýnum áhugamálum og það er bara hreinlega engar brekkur né einstigar sem þau geta ekki fetað til að ná markmiðum sínum. Þeim dettur eitthvað í hug og svo framkvæma þau það, gott fyrri Önfirðinga að eiga þau og alla Vestfirðinga.

Það var úthlutað samtals 20.000.000 króna í ýmis verkefni sem koma til með að styrkja lífíð hérna á Vestfjörðum á komandi árum.

Tónlist, myndlist, leiklist, ritlist, söfn, listaviðburðir allt í bland.

T.d. fékk Guðrún Páls, Sandari með meiru, styrk til að gefa út hljómdisk eða leiðsögu Ipot með myndum. Þetta hugsar hún sér að til að leiðsegja fólki um þorpið á Flateyri. Skemmtileg og góð hugmynd. Guðrún er ein af þessum konum sem lætur sér fátt óviðkomandi þrátt fyrir að vera útgerðarmaður, sjóðmaður, beitingakona og 18 sorta húsmóðir. Hún er í sambandi við allskonar fólk út um allan heim í gegnum mörg skemmtileg áhugamál.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðrún lætur sér FÁTT viðkomandi

JK (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 10:55

2 identicon

Já allt þetta fólk er alveg ótrúlega duglegt :)

Ég er búin að sjá og aðeins skoða bókina sem mér finnst vera algjört æði og er hún númer tvö á jólaóskalistanum mínum :)

Eigðu góða helgi Halla mín :)

Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 17:31

3 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Takk JK, auðvitað átti þetta að vera fátt óviðkomandi... búin að leiðrétta..

hsk

Halla Signý Kristjánsdóttir, 8.12.2007 kl. 19:45

4 identicon

Litla systir svarar fullum hálsi.

Jóhannes Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 23:32

5 identicon

Halla mín! Ég ætla að panta eina svona ammmlisdagbók hjá þér. Get ég ekki bara lagt inn á reikning og fengið hana svo senda? Þú sendir mér kannski línu? Netfangið er harpajons hjá simnet punktur is. (svona til að rugla spam vélarnar)

Harpa J (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband