7.12.2007 | 08:40
Súkkulaðiát
Ég er áskrifandi af heilsupóstinum sem Heilsuhúsið gefur út, í nýjasta pósti stendur orðrétt:
Sætindaát veldur hrukkum
Ný rannsókn bendir til þess að sætindaát stuðli einnig að hrukkumyndun. Í grein sem birtist nýverið í breska tímaritinu British Journal of Dermatology var greint frá því að öll glúkósamyndun í líkamanum stuðlar að öldrun húðarinnar þar sem glúkósi í blóðitengist prótínum og myndar þar með mólekúl sem ganga undir nafninu AGE. Fjölgun AGE mólekúla leiðir hins vegar til fækkunar annarra próteina og þá sérstaklega kollagena og límgjafa sem stuðla aðteygjanleika húðarinnar. Þetta kom fram fréttavef CNN. Húðsjúkdómafræðingurinn Dr. Darren Casey, segir að þó sykurneysla valdi mikilli glúkósamyndun hafi það þó minni áhrif á öldrun húðarinnar en sól og reykingar. Þá ráðleggur hann öllum þeim sem vilja vinna gegn öldrunarmerkjum í húð sinni að neyta andoxunarefna og C-vítamína.
Ég ákvað að segja þessum leiðinda pósti upp! eruð þið ekki sammála mér? Mér finnst þetta bara leiðindi svona á aðventunni.
Athugasemdir
Dálítið skondið að segja einhverju upp sem þú borgar ekki fyrir.En ef þú verslar eitthvað hjá Heilsuhúsinu eða Lyfju færð þú afslátt.
magga (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 09:15
jú ég get sagt því upp að fá þetta inn á netpóstinn
Halla Signý (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 11:09
Iss, ekkert að marka þetta. Sko, mamma hefur sko ekkert verið að halda sig frá sætindum og hún er slétt eins og tvítug í framan. En svo eru konur sem alltaf eru að passa sig eins og sveskjur í framan ! Ummmmm... besta að fá sér konfekt......
HDK
Helga Dóra (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 13:06
ég trúi ekki svona bulli sérstaklega svona rétt fyrir jólin...
Kristín (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 13:41
Það eru bara tvær leiðir í þessu máli. nr. 1. að hætta að borða sykur nr. 2. að segja upp póstinum:)
Kveðja
Rúna
Rúna systir (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 16:47
Magga skrifaði: "Dálítið skondið að segja einhverju upp sem þú borgar ekki fyrir.En ef þú verslar eitthvað hjá Heilsuhúsinu eða Lyfju færð þú afslátt.
magga (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 09:15 "
En einkennileg athugasemd. Augljóst dæmi um að viðkomandi hafi ekki skilið brandarann!!!! Ég skildi hann og segi: niður með staðreyndir. Ekki má maður reykja, þá koma hrukkur, ekki má fara til sólarlanda, þá koma hrukkur, ekki má borða nammi, þá koma hrukkur....... En eitt er víst. Með því að eldast færi maður hrukkur! Svo að það er best að syndga bara nóg. Þær koma samt. Og eru bara FLOTTAR!
Ylfa Mist Helgadóttir, 7.12.2007 kl. 17:56
Ha ha ha já Halla segðu því upp!!
svo skaltu gera eitt, (og taka mig með þér) það ku valda hrukkum að nota gleraugu vegna þess að þá hreyfirðu yfirleitt höfuðið þegar þú lítur í kringum þig í stað þess að hreyfa bara augun og þjálfar því ekki vöðvana umhverfis augun (og þetta meikar nú meira sens heldur en bévítans súkkulaðibullið) skella þér undir "leyser" og fá sjónina og þá geturðu sprangerað gleraugna og hrukkulaus um á rauðbleika bíkíníunu
Anna Sigga, 7.12.2007 kl. 21:25
éee,, hef ekki heyrt þetta með gleraugun og ég sem hef gegnið með gleraugu síðan ég var 20 ára... fúff. Leysirinn, Anna Sigga pantaðu fyrir mig líka, svo fáum við okkur súkkulaði á eftir.
Eða bara að sætta sig við að þroskast,, maður maður verður eins og bolurinn af trénu, þetta eru bara árhringir í kringum augun eða þroskahringir.
Halla Signý (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.