6.12.2007 | 09:31
Jólakort
Þá er komið að jólakortunum.
Ég rakst á í blaði Húsasmiðjunnar ýmsan söluvarning sem reynt er að tæla landann með að kaupa. Í mjög smáu letri sem fylgir stendur "ekki er tekin ábyrgð á myndbrengli" þá er átt við að myndin sem fylgir tilboðinu þarf ekki endilega að vera af réttu vörunni, kannski átt við miklu dýrari vöru.
Þá er komið að jólakortunum mínum í ár, í árákvað ég að taka myndir af mér, börnin öll orðin svo stór og neita að sitja fyrir, og barnabörnin svo langt í burtu, svo ég skellti mér bara í uppáhalds undirfötin mín og lét mynda mig fyrir framan tréð sem var "notebene" niður í kjallara þar sem ég var svo hagsýn að geyma tréð frá því í fyrra, enda grunaði mig þennan skort sem ætlar að verða á þessum hríslum í ár.
En ég sendi hugheilar aðventukveðjur til ykkar allra elskurnar mínar og vona að skammdegið dragi ekki alveg fyrir hjá ykkur. Með bestu kveðju frá mér, Halla Signý
ekki er tekin ábyrgð á myndbrengli
Athugasemdir
Halla! þú er snillingur myndin er samt e-ð brengluð.... eru þín jólanærföt ekki rauð og hvít?? eða voru þau alltaf svona bleik
Anna Sigga, 6.12.2007 kl. 10:14
nei ég er alltaf í svona rauðbleiku!
Halla Signý (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 10:37
Þú ert nú alltaf sæt og fín en þarna myndast þú einstaklega vel
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 6.12.2007 kl. 10:46
sammála síðasta ræðumanni....
þetta er mjög gott sjónarhorn...
Kristín (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 13:39
Afar lekkert
Harpa J (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.