4.12.2007 | 20:00
Jólasveinn og jólafjárlög
Jólaljósin skína skært og skærar með hverjum deginum núna. Ég tók sérstaklega vel eftir því þegar ég gekk heim úr vinnu í dag. Enda skilaði ég inn fjárhagsáætlun af mér til bæjarráðs sem lagði blessun sína yfir hana, og þá er bara að sjá hvernig bæjarstjórn tekur í hana á fimmudaginn. Ég er bara ánægð með hana, fullt af skemmtilegum framkvæmdum og verkefnum á næsta ári.
Hvað sem niðurrifsraddir segja þá er þó eitthvað að gerast. Þýðir ekkert að leggjast niður og láta mosann gróa og þá verða einu ljósin sem eftir verða, ljósin í kirkjugarðinum, yfir fólkinu sem einu sinni var og vildi vera.
Athugasemdir
það verður seint sagt um þig að þú gefist auðveldlega upp. þú ert bjartsýn og dásamlega skemmtilegur penni.
Takk fyrir kveðjuna og alla hjálpina. Þú ert velkomin dag sem nótt (þó helst vilji ég nú fá þig í heimsókn á daginn) þarf einmitt að fara smella á þig kossi og jafnvel eins og einum teikningum sem þú lánaðir mér í góðmennsku þinni
Anna Sigga, 4.12.2007 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.