30.11.2007 | 09:02
Skírn
Ég fór suður til að vera við skírn dóttursonar míns. Það sveif önfirskur blær yfir vötnum.
Drengurinn hlaut nafnið Jóhann Ingi og er Guðmundsson. Hann er nefndur í höfuðið á þeim systkinum á Kirkjubóli, Jóhönnu og Guðmundi Inga. Það var vel til fundið að setja þeirra nöfn saman þar sem þau systkin voru sérstaklega samrýmd og báru bæði virðingu og væntumþykju til hvors annars.
Skírt var í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og var það séra Sigríður K. Helgadóttir, dóttir Ingu Betu systir mömmu sem skírði. Athöfnin var sérstaklega falleg og lagði Sigga ljúfa og fallegan blæ á hana.
Mamma hélt drengnum undir skírn að tilefni þess að þetta er fimmtugasti afkomandi hennar og pabba. Stína og Sverrir langamma/afi voru skírnarvottar.
Á eftir var farið heim og 50 manns úr báðum fjölskyldum þáðu alveg frábæra fiskisúpu að hætti Árelíu frænku sem stóð sig eins og hetja yfir þremur pottum af súpu. Súpan var borin fram með gómsætu heimabökuðu brauði eftir Guðnýju systir. Alltaf jafn gaman þegar fjölskyldan kemur saman.
Allt var þetta yndislegt!
Athugasemdir
Til hamingju með litla "nafna"
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 30.11.2007 kl. 16:31
Til hamingju öll saman:) Nöfnin eru líka góð svona saman :)
Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 20:15
Innilega til hamingju með þetta allt... bestu kveðjur úr rokinu í Staðarsveit... Maggý :-)
Maggý (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.