20.11.2007 | 14:20
Afmælisdagbókin komin út
Á síðasta sunnudag var haldið skáldskaparþing í Holti. Vestfjarða-akademían í samstarfi við Afmælisnefnd Guðmundar Inga Kristjánssonar efndi til dagskrárinnar. Dagskráin var jafnframt lokahnykkur á viðburðaröð í minningu Guðmundar Inga Kristjánssonar sem hefði orðið 100 ára 15 janúar sl.
Líka var verið að halda upp á útgáfu afmælisdagbókar með vísum eftir Guðmund Inga, og er það afmælisnefndin sem stendur að þeirri útgáfu, í nefndinni með mér voru þau systkinin Sigga í Dal og Ási í Tröð, það má þó taka það fram að þau eiga eiginlega heiðurinn af vinnunni við að gera bókina að veruleika, ég var svona bara í því að samþykkja. Guðfinna Hreiðarsdóttir sagnfræðingur á Ísafirði bjó bókina til prentunar. Ég verð að segja að bókin fór fram úr mínum björtustu vonum. Hún er öll hin glæsilegasta. Bæði prentun, skönnun og myndirnar sem við völdum í hana eru sérlega góðar og gera bókina bæði líflegri og eigulegri. Tilvalin jólagjöf.
Afmælisnefndinn, sem er búin að standa að þremur uppákomum þetta árið í tilefni aldarafmælisins. Fyrst 15 janúar með hátíðardagskrá í Holti, svo hagyrðinga og söngskemmtun 1. apríl á Flateyri og núna síðast að koma þessari afmælisdagbók út og málþingið. Auk þess sáum við um að endurútgefa ljóðaritsafn Guðmundar Inga út aftur "Sóldaga" sem auk þess var með formála um Inga og nokkrum óútgefnum ljóðum efir hann. Þetta var virkilega gaman að starfs með í þessari nefnd.
Athugasemdir
Og á ekkert að selja þessa fínu ammlisdagabók á netinu?
En sem sagt. til hamingju með þetta allt!
Harpa J (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 17:00
hlakka til að sjá þessa glæsilega bók
og hlakka til, ásamt Ólöfu sem getur varla beðið, eftir að fá ykkur í bæinn
kv Kristín, Ólöf og litli prins (sem fær bráðum nafn)
Kristín (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.