15.11.2007 | 11:09
Menning
það er allt að verða vitlaust í menningarlífi okkar, já hvað á ég að segja, Ísafjarðarsýslunga.
Skáldskaparþing í Holti á sunnudaginn kl 16:00, frumsýning á Skuggasveini á laugardag á Ísafirði, Frostrósir eru hérna með tónleika í byrjun desember, og ég búin að kaupa miða.
Núna stendur yfir bókasafnsvika í öllum bókasöfnun, þvílíkur hafsjór að skemmtilegheitum og fróðleik sem þar er að finna. Bara gaman. Jólasveinaleikrit hjá Kómedíuleikhúsinu,, mér finnst það reyndar fullsnemmt á ferðinni, hefði viljað fara í aðventunni.
Svo er framundan margir skemmtilegir tónleikar núna þegar aðventan er að nálgast. ahhh ég má bara ekkert vera að því að föndra jólagjafir fyrir þessi jólin. Ekki svo að það hafi tafið mig sl. jól.
Svo komu bókatíðindin inn um lúguna í gær, þykk af spennandi titlum sem gefa loforð um skemmtileg jól,, já ég ætla sko að nýta mér bókasafnsskírteinið núna í vetur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.