Vestfirsk skáldskaparţing

Vestfirsku skáldin nefnist dagskrá sem bođiđ verđur upp á í Holti í Önundarfirđi sunnudagin 18. nóvember kl. 16:00. Ţađ er Vestfjarđa-akademían í samstarfi viđ afmćlisnefnd Guđmundar Inga Kristjánssonar sem efnir til ţessa skáldskaparţings. Bođiđ verđur upp á umfjöllun í tali og tónum um vestfirsk skáld frá ýmsum tímum.

 

Ólafur Ţ. Harđarson, stjórnmálafrćđingur mun flytja erindi um Guđmund Inga Kristjánsson. Andrea Harđardóttir mun fjalla um Jón úr Vör og Jakobínu Sigurđardóttur. Fluttur verđur fyrirlestur Jónu Símoníu Bjarnadóttur um Steingerđi Guđmundsdóttur – leikskáldiđ sem týndist í bókmenntasögunni. Bjargey Ingibjörg Gunnlaugsdóttir mun syngja lög af vestfirskum uppruna. Ólína Ţorvarđardóttir, ţjóđfrćđingur, mun kveđa stemmur viđ vestfirskar vísur og ţulur og fjalla um vestfirsku skáldin.

Dagskráin er helguđ minningu Guđmundar Inga Kristjánssonar skálds sem hefđi átt aldarafmćli á ţessu ári. Til sýnis og sölu verđur  afmćlisdagabók međ ljóđum skáldsins sem kemur út um nćstu  helgi. Bókina samdi Guđmundur Ingi á árunum 1927-32 og orti ljóđ viđ hvern dag ársins.

 

Ţau eru orđin ćđi mörg vestfirsku skáldin sem komiđ hafa viđ bókmenntasöguna frá upphafi, allt frá Völu-Steini Ţuríđarsyni og Ţormóđi Kolbrúnarskáldi til yngri skálda á borđ viđ Rúnar Helga Vignisson, Vilborgu Davíđsdóttur og Eirík Nordal. Á milli ţessara höfunda geymir bókmenntasagan nöfn merkra skálda á borđ viđ Matthías Jochumson, Jón Thoroddsen, Jón úr Vör, Guđmund Hagalín, Jakobínu og Fríđu Sigurđardćtur og fleiri og fleiri. Dagskránni er ćtlađ ađ minna á ţćr gersemar sem viđ Vestfirđingar eigum í íslenskri bókmenntasögu.

 

Bođiđ verđur upp á kaffiveitingar međan á dagskránni stendur og er hún öllum opin međan húsrúm leyfir.

 

Nánari upplýsingar veitir Ólína Ţorvarđardóttir s. 4503070 / 8923131


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góđa skemmtun!

Harpa J (IP-tala skráđ) 13.11.2007 kl. 11:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband