12.11.2007 | 09:35
Sparnaður og fasteignaverð
Forsætisráðherra vor boðar okkur að nú skuli landinn spara. Til að kæla hagkerfið væntanlega. Sem sagt nú sest ég niður og sauma jólafötin á börnin og föndra jólagjafirnar sjálf. Hvernig skyldi Geir Haarde ætla að spara? skera niður fjárútlát til sveitarfélaga og landsbyggðarinnar.
Rakst á athyglisverða grein eða úttekt úr skýrslu eftir Vífill Karlsson
"Fasteignaverð er lægra á landsvæðum á Íslandi þar sem færri konur búa en karlar, samkvæmt niðurstöðum Vífils Karlssonar hagfræðings en hann greindi frá rannsóknum sínum á ráðstefnu um stöðu og leiðir kvenna- og kynjafræða í Háskóla Íslands um helgina."
ó ó... þarna kom loksins skýringin.
Hann bætir svo við að fasteignaverð sé oft notað til að afhjúpa hegðun neytenda rétt eins og læknar noti blóð til þess að kanna heilsufar sjúklinga.
Já! athyglisvert.
Það hefur verið talað um að fasteignaverð sé lágt hér í Bolungarvík, í Víkinni bjuggu 905 1. desember 2006. hlutföllin 51 % karla og 49 % konur.
Hvernig ber að túlka þetta?, reyndar hefur fasteignaverð farið hækkandi en konum hefur hlutfalslega fækkað því árið 2005 var hlutfallið 50/50. Kannski konur séu ekki eins áberandi!
Ég held að ef skýringar er að leita í kynjahlutfallið á hækkandi fasteignaverði í Bolungarvík er að konur eru meira áberandi og fleiri konur gegna ábyrgðastöðum hérna en árið 2005.
td.
Læknirinn- kona
Lögreglustjórinn- kona
Forseti bæjarstjórnar- kona
Formaður bæjarráðs - kona
Fjármálastjóri bæjarsjóðs- kona
Skólastjóri Grunnskólans - Kona
Skólastjóri Leikskólans- Kona.
Kráareigandinn - kona.
Eigandi helstu verslanna og snyrtistofa -konur
Fjármálastjóri rækjuverksmiðjunnar- kona
Eigendur íbúðagistingar í bænum _ konur
Safnvörðurinn í Ósvör- algjör kelling (segir hann sjálfur í bb viðtali)
Svo er ég örugglega að gleyma einhverri ábyrgðarmikilli konu,,
Konur eru bara flottar í Víkinni og fasteignaverð fer hækkandi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.