30.10.2007 | 09:34
Jólabaðker
Nú er ég stödd í henni Reykjavík. Héldum á stað á fimmtudaginn suður í sumri og 10 stiga hita. Fyrsti vetrardagur var framundan og stóð undir væntingum.
Siggi fór keyrandi heim í gær og var í samfloti með Halldóri sem festi sig þrisvar á Þorskafjarðarheiðinni. Loksins fengu þeir að jeppast.
Það er ekki nóg að veturinn sé runnin hér upp heldur eru jólin að færast yfir borgina. Ég fæ hroll, þetta mikla jólabarn sem ég er þá bara verðum mér um og ó. Fór í Húsasmiðjuna á föstudaginn og ætlaði að versla mér baðker. Frekar ójólalegt nema þá með vísun í jólabaðkerið sem var í jóladagatalsbarnatíma sjónvarpsins hér um árið. Nema hvað, það mátti engin vera að því að afgreiða okkur því afgreiðslufólkið var svo upptekið af því að setja upp jólaskrautið. Ég fór út án þess að kaupa baðkar.
Hér er þenslan í hámarki, við hvert götuhorn birtast stórmarkaðir og það er ekki nóg í 100 þús höfuðborg að hafa tvær eða þrjár Húsasmiðjur, nei það þarf að reisa í hverju hverfi eitt stykki. Hvar eru samlegðaráhrifin? mér er spurn. Mig langar að safna öllu höfuðborgarnáttúrulandsbyggðarmótmælendum saman hérna og halda yfir þeim fyrirlestur. LÍTTU ÞÉR NÆR. Verður yfirskriftin.
Held að þensluáhrif virkjanaframkvæmda séu hjóm móti þessu byggingar,verslunar,kaupæðisbrjálæði hérna á suðvesturhorninu. Þetta er fyrra, ég er búin að vera pirruð yfir þessu.
Athugasemdir
Halla mín, bara skella sér í jólabaðið í sundlaugina til Obba, mér skilst að það sé svo flott. Ánnars er ég viss um að þú færð besta baðið bara hér á Ísafirði, í Húsasmiðjunni. Við Ási eyddum tveimur dögum hér um árið, í að leita að ljósakrónu í Reykjavík. Fórum búð úr búð og komum loks úrvinda heim í sveitina, ljóslaus! En viti menn, þegar við höfðum safnað nægri orku, fórum við af stað og fundum mesta úrvalið bara hér í EINNI búð á Ísafirði.
Kveðjur í borgina, HDK
Helga Dóra (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 10:08
Hann Jói í húsasmiðjunni átti bara til mynd af baðkeri, ég vil koma við það og máta það. Ég er búin að máta baðker, var alveg ákveðin í að kaupa mér nuddbaðkar en svo þegar ég er búin að skoða nokkur þá bara finnst mér ekki henta svoleiðis. Halldóra (álftraðar) frænka sagði við mig ( hún er að vinna í Byko) að Kristín hefði verið að henda einu slíku út frá sér, hornnuddbaðkeri og hafði einnar mínútu þögn á eftir var svo fegin að vera laus við það
En sem sagt ég ætla að kaupa mér venjulegt baðkar , ég er líka að hugsa um þensluna. sko í hagkerfinu ekki baðkerinu.
Halla Signý (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 10:37
Svo ég komi nú þessari jólalimru út úr mér rétt í eitt skipti fyrir öll þá á hún að hljóma svona:
Er styrnir á snæþakin bólin
og sveinki sést handan við hólinn.
Þá flestum það gremst
ef Halla ei kemst
í bað fyrir blessuð jólin.
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 30.10.2007 kl. 18:44
Halla mín drífðu þig heim !!!!!
bessa (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 21:47
Þetta er auðvitað skandall - að afgreiðslufólkið megi ekki vera að því að afgreiða kúnna sem kemur inn í verslunina í þeim tilgangi að eyða peningum.
Reyndar hef ég rætt þetta við alvöru kaupmenn og þeir segja að það eigi alltaf að afgreiða konur eins og okkur fljótt og vel, því að við erum ekkert að þvælast inn í svona búðir nema ef okkur vantar eitthvað.
En varðandi þensluna þá kaupir fólk almennt of mikið og hendir allt of miklu. Og það er ekki bara slæmt fyrir hagkerfið, heldur líka umhverfið.
Harpa J (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 09:40
Ég sé þig alveg fyrir mér í Húsasmiðjunni að MÁTA baðkerin, renna þér ofaní þau eitt af öðru....vonandi voru þau vatnslaus og þú í fötum..
Kolbrún Ösp (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 13:06
hæ amma
við vildum bara þakka fyrir okkur það var rosalega gaman að hafa þig í heimsókn hjá okkur... og við erum alltaf að spurja um þig skiljum ekkert hvenær þú ætlar eiginlega að koma heim... haha
sjáumst sem fyrst
kv Ömmubörnin sætu
Ólöf María og litli stubbur (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.