23.10.2007 | 10:16
Drengurinn fæddur
Nú var hún Kristín mín dugleg!
Þessi myndalegi drengur fæddist í morgun 08:57. Þannig að nú á ég tvö barnabörn. Sá stutti var að eitthvað að flýta sér. Kristín rétt náði upp á fæðingardeild, Hún og Hjalti börðust í morgunumferðinni frá Hafnarfirði í morgun og voru komin upp á fæðingardeild 08:45.
Hann er 3750 gr og 52 cm. eða 15 merkur
Svona er lífið skemmtilegt
Athugasemdir
Til hamingju með litla ömmustrákinn Halla mín.
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 23.10.2007 kl. 11:06
TIL HAMINGJU HALLA MÍN!!! Hann er myndarlegur drengurinn, líkur þér sýnist mér.
Rúna
Rúna systir (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 11:59
Innilega til hamingju með litla prinsinn, mikið er hann myndarlegur.
Ósköp er hann líkur henni ömmu sinni að drífa bara hlutina af!
Helga Dóra
Helga Dóra (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 13:09
Sæl frænka og innilegar hamingjuóskir með ömmuprins:)
Ásta María (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 15:52
Innilega til hamingju með ömmustrákinn!
Harpa J (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 16:31
Hæ hæ!
Innilega til hamingju með ömmu prinsinn.
Bestu kveðjur úr Skagafirðinum
Lulla og Kristín Björg
Lulla og Kristín Björg (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 19:54
Já til hamingju Ísland og Bolungarvík :) með litla prinsinn :) Mér finnst hann dulítið líkur afa sínum.......svona dreyminn á svipinn :)
Bestu kveðjur úr því Gula :)
Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.