Biblía- bók bókanna

Ég er búin að vera nokkuð hugsi yfir  nýju þýðingunni á biblíunni. Ekki það að ég sé búin að lesa hana, frekar en aðrar þýðingar á þessari merku bók. Rétt svona gluggað í í kverin en aldrei lesið hana frá A-Ö.

Nú bar það við um sömu mundir... (vísun í biblíuna) að það er verið að endurútgefa "tíu litlu negrastráka" sem komu fyrst út hér á landi árið 1922. Af hverju fær þessi titill að halda sér. Rasimsi? Negri- ljótt orð og niðrandi, hefur maður heyrt, og ég svo sem alveg sammála því, en?.

En hvað verður næst. Mín biblía er "Sjálfstætt fólk" eftir Laxness. Verður hún kannski endurútgefin eftir 20 ár og þá verður Bjartur í Sumarhúsum gerður að femínista? Hann dýrkaði sauðkindina meira heldur en mannkynið og jafnvel fyrirgaf hann prestinum meira en öðrum mönnum því hann með hrútum sínum orðið mörgum að liði þar sem hans sauðakyn var holdmeira og harðgert en gekk og gerðist.

Nú er ekki einu sinni borin virðing fyrir íslenska kúakyninu. Sænskar kýr eru lang hagkvæmastar ef marka má útreikninga sem bornir voru á borð fyrir hlustendur kvöldfréttanna í kvöld, gætu jafnvel sparað íslenskum bændum heilan milljarð.

En við, bræður og systur, verðum jöfn fyrir guði og mönnum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Amen

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 23.10.2007 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband