14.10.2007 | 22:20
Finnbogi Dagur 15 ára
Þarna er 15 ára piltur á ferð. Finnbogi Dagur fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 14. október 1992, kl 16:10.
litli drengurinn minn er orðin 184 cm, mældi hann í dag. Enda finnst mér ég hafa alltaf minna og minna vægi þegar ég kveð upp raust mína til að undirstrika einhverjar uppeldisreglur. Þá reisir hann sig upp og segir " hvað var það mamma litla"!
hann er mikill húmoristi, alltaf með einhver gullkorn á takteinum. Notar það óspart.
Ein lítil saga af snáða:
Þegar hann var lítill og ég var að kenna honum faðirvorið, fannst honum þetta frekar þurrt og torskilið. Svo hann fór bara með það eins og honum fannst að það ætti að hljóma. Í staðin fyrir að segja "eigi leið þú oss í freistni" sagði hann " eigi geym þú ost í frysti" honum fannst þetta alveg við hæfi svona á eftir daglega brauðinu. Enda alltaf verið matmaður.
Mömmustrákur
Athugasemdir
Góður. Annars minnir þetta mig á orðtækið að "frysta kæfuna" sem kom úr munni tanngisins heimspekings á hæð við eldhúskoll. Orðtækið að sjálfsögðu náskylt orðtækinu að freista gæfunnar, sem hefur jú enga vitræna jarðtengingu. Meira vit í hinu.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.10.2007 kl. 22:56
Sæl Halla og til hamingju með drenginn í gær, mikil húmoristi þar á ferð
Ég þarf endilega að fara hitta þig/ykkur í bússtaðnum ykkar við tækifæri og reyna draga Jónatan frá bústörfum í 2 klst og leita ráða hjá okkur vitrara fólki
Ef þú vilt þá enn lofa okkur það
Anna Sigga, 15.10.2007 kl. 12:06
Sæl Anna Sigga,
jú heimboðið stendur ennþá, erum reyndar miklu minna við í bústaðnum, en oftast eitthvað um helgar.
See you
Halla Signy (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 13:05
til hamingju með daginn........í gær
bessa (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 23:09
Innilega til hamingju með drenginn!
Harpa J (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 12:10
Var það ekki örugglega hann Finnbogi sem átti kindina Gibbu, eins og mín kind hét þegar ég var lítil???? Bestu hamingju óskir með drenginn Halla mín :)
Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 15:36
Jú það var Finnbogi sem átti kindina Gibbu, sem var skírð í eftir uppáhaldsfóstrunni hans á leikskólanum á Flateyri svo sagði hann alltaf en það var víst eins og kindin hennar hét,
hsk
Halla Signý (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 10:45
Já það er ótrúlegt að hann Finnbogi litli sé orðinn 15 ára. Ég var svo heppin að fá að vera viðstödd þegar hann fæddist. Það er ein af stærstu upplifunum mínum hingað til, að sjá nýja manneskju koma í heiminn er ólýsanlegt. Það var líka ólýsanlega fallegt að sjá ykkur foreldrana þegar hann var kominn í fangið á þér í fyrsta sinn. Ég gleymi ekki hvernig þið horfðuð á drenginn og svo á hvort annað og Siggi sagði " Ég elska þig" . ÖÖÖhhhöööö, græt enn yfir þessu. Verð að fara snýta mér. Bestu kveðjur til ykkar allra, ykkar Íris.
Íris frænka í Danmörku (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.