12.10.2007 | 08:56
Eins og kálfar
Loksins stóð einhver upp!
Mikið rosalega er ég glöð yfir því að það skuli einhver skynsemi ríka ennþá hér á landi. Það er hægt að snúa til baka. Ég var orðin verulega óhress með Björn Inga þarna með íhaldinu i Reykjavík og fannst hann eiginlega vera eins og kálfurinn á þessari mynd:
Tæki bara við því sem að honum væri rétt og þegði við það, en loksins rann af honum víman og hann stóð upp.
Reyndar þarf nýi meirihlutinn að vera í hitakassa á fyrstu dögum sínum. Það má segja að hann hafi fæðst aðeins fyrir tímann og ekki allt tilbúið. En ég treysti alveg þessu fólki, Degi, þótt hann sé samfylkingarmaður og ég tali nú ekki um Svandísi, flott kona vonandi stendur hún á sínu varðandi orkuveituna og Margrét líka flott kona, þótt maður viti ekki hvaða herra hún þjóni, Íslandsfrjálsleyndahreyfingu!
En takið eftir það eru tveir vestfirðingar í meirihlutanum, Björn Ingi og Margrét! þar er nú STÓR plús.
Athugasemdir
Er Björn Ingi að vestan? Alveg hef ég misst af því.
(Nú skellti ég mér í gúgglið og sá að hann bjó á Flateyri frá því að hann var fimm ára þangað til hann var þrettán. ) Er hann þá ,,að vestan" - fæddur í Hveragerði og allt?
Harpa J (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.