1.6.2007 | 17:30
Andstæða
alger bloggstífla, vegna veðurs og anna. Andstæðan í veðri á vikutímabili er ótrúleg. Fyrir viku sat ég á skrifstofunni minni og sá ekki í næstu hús vegna snjóbyls. Verið var að moka göturnar og fólk dróst áfram. Fuglarnir og trampólínin þögnuð
Í dag:
Sól, hiti og sviti. Ég sit hérna á skrifstofunni og get ekki einbeitt mér vegna hitasvækju sem er hér alltaf inni á skrifstofunni á sumrin, bolurinn límist við mig. Skólaslit í gangi bæði hjá tónlistar- og grunnskóla. Trampólínin aftur farin að ískra í öðrum hvorum garði og fuglarnir ærir af fögnuði.
Þingflokkur vinstri grænna heimsótti okkur á skrifstofuna og við fórum með þau og sýndum þeim stórkostlega myndlistasýningu sem er í gangi hjá okkur í Ráðhúsinu. Þar sýnir listakonan Sigríður Rut Hjaltadóttir listakona frá Sólheimum í Grímsnesi ásamt fleiri listamönnum þaðan. Hún á flest verkin. Frábær sýning!
Það er fínt að fá þingflokk í heimsókn, Þeir eru ekki hrifnir af olíuhreinsistöð, var ekki hissa, ég er heldur ekki hrifin.
vonandi koma þingflokkarnir sem felstir hingað í kaffi.
velkomnir!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.