eitthvað skemmtilegt og bjart

Nú þegar ekki er hundi út sigandi fyrir krapaslyddu.. þá er bara að finna sér eitthvað notalegt að gera, Það gengur auðvitað fyrir að horfa á aðþrengdar eiginkonur í kvöld. En ég vil ég nefna:

  1. Fara í nýju nornabúðina á Ísafirði
  2. Fara á tónleika með Jóni Ólafs í félagsheimilinu um hvítasunnuna
  3. Fara á kaffihúsið í Kjallaranum hjá Rögnu, ég veit að hún opnar eftir sjómannadag. Ilmandi kökur sem hún verður með (bakar skilst mér ekki sjálf), En þetta er ljótasta hús í bænum en örugglega það smekklegasta að innan.
  4. fara í búðina til Kristnýjar og Möggu Lilju hérna út í Vík, Smekklegar mæðgur og alltaf flott föt hjá þeim
  5. Kíka í kaffi til vinkonu og draga upp spáspilin.
  6. Njóta hvítasunnuhelgarinnar í faðmi fjölskyldunnar.
  7. kaupa nýja diskinn með hljómsveitinni Myst og koma sér fyrir með flísteppið og hlusta á ljúfa tóna.
  8. svo veit ég að Helga Vala er að fara opna kaffihús í Edinborgarhúsinu, ég hlakka til að kíka í kaffi Latte til hennar, þetta er svo mikill sjarmi yfir þessu húsi.

Bara njóta augnabliksins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sat úti í garði áðan undir sólhlífinni minni og drakk expressó....

Harpa J (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 17:01

2 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Reyndu að njóta þess að vera til þótt ég hafi brugðið mér af bæ. Reyndu að sjá lífið í lit þó vanti bjartasta litinn á litaspjaldið. Reyndu að þrauka, ég kem heim eftir helgina

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 27.5.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband