22.5.2007 | 17:42
Ekki Fréttir
Ég var glöð þegar ég sá inn á bb.is að Eiríkur Finnur er hættur við að hætta hjá Sparisjóði Vestfirðinga.
Ég verð nú að segja eins og er að ef sá ágæti maður hafi hætt hjá sjóðnum þá þyrftu þeir að leita logandi ljósi að jafninga hans í starfið. Þó sérstaklega þar sem hann hefur verið andlit sjóðsins hér á svæðinu og eins útávið. Ég veit hvernig THE sparisjóðsstjóri lýtur út en það er nú bara af því að ég er gamall Mýrhreppingur. Ég er ekki að setja út á hans störf en hann mætti nú vera sýnilegri.
Um Eirík Finn má segja að hann sé hjarta sparisjóðsins. Velkominn aftur! alveg ástæða til að slátra kálfinum þegar týndi sonurinn snýr aftur.
Ég var satt að segja að vonast til að ég fyndi fleiri "ekki fréttir" inn á bb.is t.d. þá frétt að þeir hjá Kambi væru hættir við að hætta líka og reynda að halda þetta út lengur.
Nei líklega er það of freistandi að hverfa með sjóðinn til þarfara verka heldur en að sjá hann brenna upp á báli rekstarhalla fiskvinnslunnar.
Það rekstarumhverfi sem okkur Vestfirðingum er boðið upp á er ekki sambærilegt og rekstarumhverfi annarra landshluta. Samgöngur, flutningsgjöld og Vaxtastýring gerir veikan lífsþrótt frekar lágreistan.
Frjáls markaður með kvóta átti að gera byggðirnar samkeppnishæfar á markaðstorgi frjálshyggjunnar en hvað færir það okkur?
Það að eiga kvóta gerir nefnilega svo sáralítið fyrir byggðirnar, meðan hann skapar ekki atvinnu, heldur einungis hagnað fyrir fáa einstaklinga sem ekki einu sinni borga hluta af hagnaðnum inn í sveitarfélögin. Meðan sveitarfélögin fá ekki einu sinni fjármagnstekjuskattinn af hagnaði kvótasölunnar, hvað er hann þá að gera fyrir okkur?
Spyr sá sem ekki veit.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.