hitt og þetta aðallega þetta

Jæja Jón og Geir hættir að leika saman, Geir tekin saman við sætustu stelpuna á ballinu. Eða alla vegna farin að gefa henni undir fótinn. Ingibjörg virðist tilkippileg.

Þessir stjórnmálamenn hafa margar hliðar. Eins og á teningi. Svo er bara hvernig það er kastað hvaða hlið kemur upp. Segja eitt fyrir kosningar, meina annað og framkvæma það þriðja þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum.

Ég gat ekki annað séð en að Ingibjörg horfði upp til Geir með glíu í augum. Stefna sjálfstæðismanna í fiskveiðimálum, Evrópumálum og öðru virðist ekkert birgja henni sýn.

Hefði samt viljað sjá bara R-lista stjórn.

en sjáum hvað setur!

Vonandi nær nær ný stjórn að móta jarðveginn þannig að okkur Vestfirðingum takist að njóta uppskerunnar líkt og aðrir landshlutar.

Þau uggvægilegu tíðindi sem berast nú frá Flateyri eru ekki björt. Ég nenni eiginlega ekki að eyða orðum mínum á þessa fiskveiðistjórnun. Nú er það í höndum fárra manna atvinnulíf byggðarlagsins. Svei o svei.. en það er ekki þeirra sök svo sem, þeim var rétt þetta.

Hvenær ætlum við Vestfirðingar að skilja að fiskvinnsla er ekki lengur það sem við eigum að byggja okkar afkomu á, Við þurfum að fara að horfa í aðrar áttir. Það er staðreynd því miður. Það þarf að hafa fleiri egg í körfunni. Kannski svolítið skrítin sýn en samt staðreynd þetta þíðir ekkert að lemja hausnum við steininn lengur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þess vegna segi ég Olíuhreynsistöð til okkar :)

Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband