14.5.2007 | 16:28
Úrslit
Frekar þunglynd þennan daginn. Af hverju?
- Framsóknarflokkurinn býður afhroð
- sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig (af hverju í veröldinni??)
- engar konur á þingi fyrir Norðvesturkjördæmi
- frjálslyndir halda sínu.
- hrædd um að framsóknarflokkurinn ætli að skríða upp í til sjálfstæðisflokksins aftur.
Já alveg bara eyðilögð.
Samt glætur. Framsóknarflokkurinn er ekki að tapa eins miklu hér í kjördæminu eins og í örðum kjördæmum. var með 21,7% fylgi árið 2003 núna með 18,8% fylgi í NV. Það að Kristinn hafi flutt sig um flokk virðist ekki hafa skipt neinu máli umfram það að flokkurinn er á landsvísu að tapa. Því slæ ég á þær röksemdafærslur um að Kristinn sé að ná persónulegum sigri. Frjálslyndi flokkurinn fær minni fylgi hér í NV heldur en hann fékk í síðustu kosningum. Tapar meiru hér en hann gerir hlutfalslega á landsvísu.
Það munaði ekki miklu að Herdís Sæmundardóttir kæmist inn enda kannski eina konan sem í raun átti einhverja möguleika að komast inn fyrir NV- kjördæmið. Samfylkingin var búin að dæma sína konu til hliðar í prófkjörinu. Sjálfstæðismenn pössuðu sig á því sem endra nær að hafa sína konur ávalt á hliðarlínunni.
En samt, til hamingju Kristinn með að halda þingsætinu. hann man eftir okkur Bolvíkingum áfram.
Svo er bara að spýta í lófana og vonandi hefur framsóknarflokkurinn vit á að draga sig í hlé, skerpa áherslurnar, staðsetja sig nákvæmlega, dusta af sér hægra rykið og kíla svo á endurkomu í næstu kosningum.
Athugasemdir
Hæ Halla bloggvinur minn ( hverjum datt þetta í hug ). Já ekki gott mál þessi úrslit, ekki það að ég þekki mikið af því fólki sem var í framboði en engar konur á þingi fyrir heilt kjördæmi er ekki gott. Gengur ekki.
Íris Ósk Oddbjörnsdóttir, 19.5.2007 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.