12.5.2007 | 15:01
Gleðilega hátíð!
Í dag eigum við rétt á að kjósa okkur nýtt alþingi. Þetta er helgasti réttur lýðræðisins. Mér finnst þetta alveg dásamleg réttindi.
í gamla daga þegar lýðræðið var ungt og konur nýkomnar með kosningarétt, þá klæddust konur peysufötum þegar þær fóru á kjörstað. Það var gert til að sýna þessum rétti virðingu.
Lýðveldið Ísland er mjög ungt en Alþingi er eitt elsta þing í heimi.
Mér fannst fólk glatt á kjörstað, allir kjósa eftir sinni bestu sannfæringu og íslenski fáninn blakti við hún.
Ég kaus eftir minni sannfæringu
En ég var ekki á peysfötum.
en ég ætla að fá mér kosningakaffi sýna mig og sjá aðra.
Gleðilega kosningavöku,
Athugasemdir
til hamingju með daginn mamma mín
kv Kristín Guðný
Kristín (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.