25.4.2007 | 09:42
staldraðu við!
Það eru annir hjá mér þessa dagana, lítil stúlka i heimsókn, Ólöf María, sem vaknar útsofin kl 6 í morgun og vildi fara tala við hundinn. Fannst líka ekkert athugavert við Það að amma sín færi að elda hafragrautinn kl 6:30, vildi líka gefa hundinum graut í skál!
Á leið í vinnu sungu vorfuglarnir fyrir mig enda logn og +7 C, en ég var pínu upptekin og hlustaði varla með öðru, annir biðu. En þó var eitt sem fékk mig staldra við og líta út um gluggann þá heyrði ég loksins hvað fuglarnir sungu fallega og hvað þeir voru að reyna að segja okkur. "Vorið er að koma, fagnið og fljúgið"
Ég var að hugsa til ungrar stúlku sem berst fyrir lífi sínu. http://blomaros.bloggar.is/
Það er ekki alltaf sjálfsagt þetta líf né heilsa.
Kraftaverkin gerast enn, sjáum til.
Athugasemdir
Vonandi hafa vorfuglarnir sungið baráttusöng Guðbjörtu Lóu til handa.
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 25.4.2007 kl. 11:01
Er vonin ekki það eina sem hægt er að styðja sig við í hörðum heimi?
Harpa J (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.