22.4.2007 | 21:10
Olíuhreinsistöð, Óshlíð og fleira
Ég hef áður viðrað þá skoðun mína hvað mér finnst um staðsetningu jarðgangna Bolungarvík/Ísafjörður vera Syðridalur/Tungudalur og finnst mér það eina raunhæfi kosturinn, annað er friðþæging. Vanþakklæti? nei langtímasýn!
Nýjasta kosningabrella sjálfstæðisflokksins er Olíuhreinsunarstöð hér á Vestfjörðum og þá jafnvel í Dýrafjörð. Ég kolgleypi ekki hugmyndinni án þess að tyggja hana fyrst. En er alveg til í að japla. Ég vil fá allt upp á borðið, en er ansi hrædd um að mengun (sjón/koltvíseringur) af henni verði of stór biti fyrir okkur.
En ef þetta veltur lengra þá eru 500 störf í boði og uppbygging mikil í kringum þetta. Hvar skal þá byggja? Við vitum það að íbúðarbyggingarland í Ísafjarðarbæ er af skornum skammti nema kannski helst þá í Dýrafirði, Nú og þá hér í Bolungarvík, hér er nægt byggingarland og fullt af endalóðum!
Þá komum við aftur að jarðgöngum frá Bolungarvík. Þá væri auðvitað vitlegast að láta tengja Tungudalinn og Syðridal. Hér koma nokkur atriði sem styrkja þessa skoðun mína:
- Staðsetning á flugvelli Ísafjörður/Þingeyri
- Framtíðaruppbygging á Ísafirði er inn í Skutulsfirði ekki út á Eyri.
- Myndi færa Bolungarvík nær "miðju" á norðanverðum Vestfjörðum
- betri nýting á Bolungarvíkurhöfn.
- Olíuhreinsistöð í Dýrafirði.
- leiðin til Reykjavíkur styttist.
- Það stendur til að fara að bora eftir heitu vatni í Tungudalnum, ef nægt vatn finnst væri hægt að leggja það til Bolungarvíkur í gegnum göngin?
- þessi leið kemur til með að vera lausn til framtíðar næstu aldir.
þau atriði sem eru síðri við staðsetningu jarðganga Skrafasker/Bolungarvík.
- Veðurfar og snjóflóðahætta á Eyrarhlíð
- Bolungarvík enn jaðarbyggð.
- Ef til Olíuhreinsistöðvar kæmi þá væri það síður kostur að starfsmenn byggju í Bolungarvík.
- vegagerð og gangnamunni milli Ósbæjanna, rýrir aðstæður eina starfandi mjólkurbúsins í Bolungarvík á Ósi.
- Þarf að keyra í gegnum þorpið í Hnífsdal.
- Þarf að keyra í gegnum eyrina á Ísafirði., Ekki hefur verið komið fram með neina lausn á því vandamáli. Á Sólgatan að bera alla umferð frá Bolungarvík og Hnífsdal, líka þungafluttninga?
- þessi leið lítur ekki nógu langt fram í tímann,, 20- 50 ár.
Við verðum að horfa langt fram þegar við hugum að jarðgangnagerð, því vegastæði verður ekki breytt á næstu öld alla vegna.
Athugasemdir
Af hverju telurðu aðeins upp kosti við Tungudal/Syðridal og aðeins galla við Bolungarvík/Skarfasker?
Baldur Smári Einarsson, 22.4.2007 kl. 22:00
Allir þeir kostir sem Skarfasker/Hnífsdal hefur, hefur Syðridalur/Tungudalur líka en seinni leiðin hefur þó verulega umframkosti sem ég tel hér upp. Fyrri leiðin einungis (sem er nú auðvitað heilmikið og ég er ekki að rýra það) losar okkur við Óshlíðina. En seinni leiðin bíður upp á fleiri möguleika um útþennslu Bolungarvíkur ef svo má að orði komast. Auk þess hefur Skarfasker/Hnífsdalur ókosti ennþá sem ég hef ekki séð neina lausn boðaða á.
En að öðru til hamgingju með afmælið Baldur í gær
Halla Signý (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 08:11
Sæl Halla. Mikið er ég sammála þér varðandi göngin Tungudalur/Syðridalur. Styttra fyrir okkur Flateyringa Súgfirðinga og Þingeyringa að skreppa í Víkina. Tilefni athugasemda minna hér er olíuhreinsistöðin. Auðvitað á að byggja olíuhreinsunarstöðina á Ingjaldssandi. Ég hef rætt þetta við marga undanfarið og mönnum virðist þetta mjög ákjósanlegur staður. Það þyrfti að vísu að gera göng milli Ingjaldssands og Valþjófsdals. Ef þessi staður hefur ekki hljómgrunn mætti skoða að setja hana í Engidal við hlið sorðbrennslunnar.
bk sig haf
Sigurður J. Hafberg (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 15:37
Blessaður Siggi, þú er alltaf í boltanum!
Halla Signý (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 20:36
Mikið er ég sammála þér varðandi jarðgöngin, besti kosturinn hlýtur að vera að fara í Tungudalinn.
Nei takk ekki olíuhreinsistöð, bara orðið eitt vekur hroll
Kveðja úr vorinu í Önundarfirði
bessa (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.