17.4.2007 | 17:08
Olíuhreinsistöð!
Olíuhreinsistöð á Vestfirði ! þetta hljómaði eins og ekkifrétt í Kastljósi í gær, eða misstu þeir af 1. apríl gabbinu? 500 ný störf þau voru reyndar orðin um 700 í hádegisfréttunum í dag. Margföldunaráhrifin strax.
Það er auðvitað hægt að skapa 200 störf í kringum þetta. Það þarf MC Donalds stað, Nuddstofu, fleiri leikskóla, fleiri kennara, smiði og svo að ótöldum plastiðnaðarverksmiðjunni sem rís í kjölfarið. leikfangasmiðja, eða bara Lególand.
Allt að gerast.
Ætlum við að halda því fram að þetta sé besta hugmynd Vestfjarðarnefndarinnar, best að þegja meðan skýrslan liggur ekki fyrir. Þeir lofa 120 hugmyndum. Vonandi eru hinar 119 eitthvað raunhæfari. Kannski geimverurannsóknir, týna orma. Aldrei að vita.
ég persónulega vil frekar 10X10 störf eða 50X10 störf en að leggja einn fjörðinn undir olíuhreinsistöð.
Hrædd um að einblýnt verði á þetta í nokkra mánuði eða jafnvel ár og svo bang.. ekkert verður úr þessu og þá hefur öllu blætt út á meðan.
Við skulum skoða þessa hugmynd sem eina af 120 hugmyndum og gera þeim öllum jafnhátt undir höfði.
kannski er þetta veruleikinn, hummm veit ekki.
Athugasemdir
Eins og beint úr mínu hjarta. Reyndar voru tillögurnar aðeins 37 og allar komnar fram áður í byggðaskýrslu frú Valgerðar fyrir nokkrum árum þegar vestfirðingar skiluðu eigin skýrslu í byggðamálin. Allt gamalt og af hverju þurfti þá að bíða í tæpa viku með að skila skýrslunni ? Olíuhreinsistöð kosningabomba til að halda Einari Oddi inni.... allt gleymt og grafið eftir kosningar ( sem betur fer )
Guðrún (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 00:46
Já, gerum bara ekki neitt, þá fara fleiri burtu og meira pláss fyrir okkur hina, sem leiðir af sér minni mengun og frið og ró! Jess... svo má auðvitað nöldra um að þessir stjórnmálamenn geri ekki neitt og erum fúl á móti.
Niðurstaða.... verum samstíga að vera á móti öllum breytingum, þær eru bara vesen !!!
Helga Dóra
Helga Dóra (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.