Hjólað í vinnuna

Við erum farin að sjá í skottið á vorinu, það er alveg að koma. Ég tók út hjólið á sunnudaginn og gerði það klárt, fór með það niður í sjoppu og fékk loft í dekkin. Svo þegar ég vaknaði í gær var komin snjóföl.. ææ fór samt á hjólinu hefði átt að sleppa því. Rann í hálkunni og hreinlega rúllaði eftir gangstéttinni. Uppskar hrufl á hné og auma öxl, hausinn slapp var samt ekki búin að vekja hjálminn frá vetrardoðanum.

Stóð samt svo snöggt upp að engispretta hefði skammast sín. Leit skömmustulega í kringum mig, sem betur fer fáir á ferli.

Kannski leikskólafóstrurnar hafi getað skemmt sér yfir óförum mínum ef þær hefðu ekki verið uppteknar að taka á móti börnunum.

Þegar ég hjólaði heim seinnipartinn hafði snjóin tekið upp, mætti tveimur ungum stúlkum á bleikum hjólum, þær voru auðvitað með hjálm.

Önnur þeirra veifaði til mín og kallaði: "hey kona, þú átt að vera með hjálm."

Bragð er að er barnið finnur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er auðvita hárrétt hjá stúlkunum. Vonandi slasaðir þú þig ekki mikið. Þú ert búin að  taka fram hjálminn núna, er það ekki ?

Harpa J 

Harpa Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 09:57

2 identicon

eg se ad thu er byrjud ad aefa thig fyrir jogaferdina, eg byrja her i landi jogans og aefi mig a hugmyndafraedinni. Her er otrulegt ad vera, folksfjoldin, fataektin, solin, hitinn, kryddin, gledin og godviljinn... og moskitoflugurunar elska mig sem endra near og eg er svo bolgin ad thad er ekki fyndid... jeaja gott knus ur hitanum

Eyd'is

Árelía Eydís Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 10:16

3 identicon

skottið á vorinu sér maður þegar það fer.

Jóhannes Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 11:00

4 identicon

jamm það hélt ég líka, enda kom það á fór á sama kls, í gærmorgun!

Halla Signý (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 11:32

5 identicon

Æ æ ekki gott að heyra, farðu varlega í hálkunni

bessa (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband