12.4.2007 | 18:19
fór suður
Síðasta fyrisögn bloggfærslu var "aldrei fór ég suður" fór reyndar suður í fyrradag og kom afur í dag, Aðeins til að sækja eld, eins og sagt var um einhvern hér áður fyrr , sem fór í snögga ferð.
Borgin var ágæt, gulrótarkaka á kaffihúsi, var auðvitað dýrkuð, það er skylda, eins að heimsækja mömmu og tengdamömmu.
Greiðfærir vegir, nema auðvitað hér á Vestfjarðarkjálkanum, maður fer í tímavél þegar maður rennur fram hjá Brú í Hrútafirði og hverfur nokkra áratugi aftur í tímann, ó já!, En samt mjagast þetta, en bara mjakast.
Við lentum í lífháska í Borgarfiðrinum, eins og hann getur nú verið fallegur. Við vorum að koma yfir blindhæð þegar við mættum fjórum bílum í röð, þá var einn sem endilega fann hvöt hjá sér að taka fram úr og við hreinlega mættum honum á okkar vegahelmingi. Siggi Gummi þurfti að keyra utaf til að forða árekstri. Svei honum, náði ekki bílnúmerinu. Hvítur jeppi, skamm skamm.
En við sluppum, þökk sé viðbrögðum Sigga.
Þvílíkt hugsunarleysi sem fólk leyfir sér að stunda svona út á þjóðvegum landsins. Ökumaðurinn hefur kannski verið komin 5 mínútum fyrr í bæinn heldur en bíllinn sem var fyrir framan hann. Hvað þarf til að fólk fari að taka akstur sem alvörumál? Ég er viss um að ökumaður þessarar bifreiðar, taki uppþvottalögin úr neðriskápnum í eldhúsinu svo barnið hans valdi sér ekki skaða með að drekka hann, eða passi að útbúa hafragraut barnsins aðeins úr lífrænt ræktuðum höfrum.
En þegar hann keyrir með það út á þjóðvegum landsins þá leggur það barnið sitt í stöðugan lífsháska með þessari framkomu auk þess sem hann stofnar lífi og limum annarra í hættu.
hugsið um það!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.