Aldrei fór ég suður- ég hringdi bara!

Ljúf helgi að renna sitt skeið.

Þessi fríhelgi er alveg dásamleg uppfinning, bara frí ekkert tilstand eða undirbúningur, bara fara i bónus kaupa páskaegg og svo bang! afslöppun, matur, hreyfing og afþreying.

Fór á "aldrei fór ég suður" þeir tókust alveg merkilega vel miðað við allan þennan mannfjölda sem heimsækir okkar litla stað og allt svo afslappað og skemmilegt. Fólk er greinilega komið til að njóta þess sem í boði er og ekkert vesen með það.

þeir sem standa a þessari hátíð eiga þökk skilið fyrir mikla vinnu sem þeir leggja á sig og koma Vestfjörðum  á kortið með þessum hætti. Það er vonandi að hægt sé að halda þessu áfram. Það er í mörg horn að líta þegar kemur að svona undirbúningi. Fólk vinnur að þessu að mestu í sjálfboðavinnu og leggur allt sitt undir. Mér fannst það lýsandi þegar ég var á tónleikunum þá stóð Muggi (Guðmundur Kristjánsson) fyrir aftan mig í þvögunni: Hann tók upp símann og hringdi eitthvað og ég heyrði að hann sagði "Ertu búin að redda smjörinu?"

Já það má ekki gleyma smáatriðunum til að allt gangi upp.

Breiddin á því sem var í boði var nokkur, allt frá öskrandi rokki upp í karlakór og Sigga Björns. En það var líka breiddin í mannlífinu sem birtist þarna. Allt frá tveggja mánaða börnum sem fengu að hanga framan á foreldrum sínum i pokum með eyrnahlífar og upp í gamalmenni.

Það var ein "mynd" sem mér fannst skemmtileg.

Fyrir framan mig eitt sitt voru tveir menn.  Ungur maður með millisítt hár, hafð tekið hárið og ýft því upp í hanakamb og stóð eins og hundaflóki út í loftið, Hann var með lokk í vörinni og fílaði kvöldið í tætlur. Við hlið hans stóð Siggi á Góustöðum. Rúmlega áttræður með derhúfu. Hefur aldrei haft hanakamb, hvað þá heldur eyrnahringi. En þeir stóðu þarna á sömu forsendum, því maður er manns gaman. Hljómsveitin Reykjavík! spilaði, þeir görguðu, hoppuðu og gítarleikarinn var búin að svifta sig klæðum og stóð á nærklæðunum einum fata.

Unga manninum fannst þeir vera "geðveikt góðir" og sló taktinn með hanakambinum.

Sigga þótti þeir heldur fjörmiklir, en þetta voru ísfirskir drengir af príðilegu fólki komnir, hann þekkti afa eins þeirra vel.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hélt að ég hefði komentað hér í gær :o

en þetta er greinilega flóknara en hin síðan þín, þar þufti bara að skrifa þrjá tölustaafi eftir forskrift, veit ekki alveg hvernig maður gerir þetta hér enætla að reyna.

kv bessa

Bessa (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 21:53

2 identicon

Góð,,mynd".

Ég sá þig fremsta í flokki (að sjálfsögðu) í göngunni á föstudaginn langa og reyndi að veifa, en sennilega fórum við of hratt hjá.

Harpa J 

Harpa Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband