3.4.2007 | 11:19
Vinnusöm helgi
Helgin að baki. Mikið að gera og gaman. Hagyrðingamótið á Flateyri gekk stórvel, rúmlega 200 manns og allir skemmtu sér hið besta. Hagyrðingar og söngfólk fóru á kostum. Sönlögin voru öll sungin við ljóð Guðmundar Inga.
Ég verð nú að segja að mér hlýnaði sérstaklega við hjartarætur þegar Siggi Björns frumflutti lag sitt við ljóð Inga, Sólfar. Ansi hreint gerði drengurinn þetta vel og spái ég því að hann noti þetta eitthvað meira.
Knapaskjól á Þingeyri var formlega vígt á laugardaginn. Vegleg bygging og kemur til með að nýtast hestamönnum á svæðinu vel. Alveg frá Patreksfirði að Bolungarvík. Skynsamlega ákvörðun að bygga þetta á Þingeyri. Aðkoma og aðgengi hestamanna til fyrirmyndar, miðsvæðis og tækifæri til frekari stækkunar og útvíkkunar. Það er ekki bara hestamenn sem gætu nýtt sér þessa aðstæður, það væri t.d. hægt að nota þetta sem þjálfunarstöð fyrir hunda, bæði leitarhunda og aðra. Fleiri möguleikar eru líka fyrir hendi.
Margar ræður voru fluttar og mörgum þakkað. Ég tek heilshugar undir orð sr. Guðrúnar Eddu en hún þakkaði aðeins tveimur máttarvöldum það að þetta hús varð að veruleika, en það voru Guð og Guðni Ágústson.
Mér datt í hug að ný bæn hesta manna gæti hljóð einhvernveginn á þessa lund. "feður oss, þið sem eruð á himini og jörðu, helgist ykkar nafn..."
ekki spurning!
Athugasemdir
Hvað gerði guð og hvað gerði Guðni???
Já rosalega var gaman á Inga kveldinu sem þið hélduð:) Til hamingju með það. Þetta var stórglæsilegt og mjög skemmtilegt. Siggi Björns er nú líka snillingur :)
Flott fötin sem þú varst í :) Hvar fékkstu þau mín kæra :)!!!
Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.