Skattaskýrslan

Skattaskýrslan af hverju skildi alltaf vera svona erfitt að koma sér að semja hana. Eftir að hægt var að skila henni á netinu og með hverju árinu er þetta að verða auðveldara. Fyrir suma er þetta bara þrjú slög. Enter:inn Enter: samþykkt og Enter: sent.

Kannski má fara að meta flækju heimilisbókhaldsins í slögum. Hvað er þín skattaskýrsla mörg slög?

Þeir sem eru undir 5 slögum, reka ekki áhættusaman rekstur. Eru með allt forskráð og skattmann með þá algjörlega undir smásjánni. Fimm slaga fólkið sefur þokkalega vel fram eftir marsmánuði.

5- 10 slög, þá eru fólk jafnvel farið út í einhverja vitleysu t.d. keypt og selt bíl. Eru með einhvera aukgreiðslur svo sem dagpeninga eða eitthvað sem þeir þurfa að gera grein fyrir.

10- 20 slög,, kaup og sala eigna og kannski húsbygging eða endurbætur, skilnaður, verktakagreiðslur. ´20 slaga fólkið missir svefn eftir 10 mars.

20-50 slög.. Hlutabréfabrask, hér er fólk greinilega farið að lesa leiðbeiningarbæklinginn of vel. Reyna að snapa sér frádrátt frá styrkjum og starfstengdum greinum. Farið að gefa hundinn og köttinn inn á eignafjárskýrsluna.

50-100 slög. Áhættufýklar, verðbréfabrask, atvinnurekstur. Fólk farið að týnast í verðbreytingastuðlinum. Gefur upp konfektkassann sem það fékk í happdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur fyrir jólin. Kann leiðbeiningabæklinginn utan af, alla vegna fyrstu 23 bls.

100- og yfir. gefst upp. Skilar ekki skýrslunni. Lendir í áætlun.

Minni á Fraktalsskilasímsvörunina í síma 511-2250

Framtalsskilasímsvörunarstúlkan hefur bjargað margri sálinni frá vonleysi og uppgjöf. Guð sé lof fyrir þær.

Geir Haarde hlýtur að vera glaður með sitt fólk.

Ég er búin með mína. Sendi hana í dóm. Fæ örugglega ekki nein verðlaun, hvorki fyrir fagurfræðina né á vísindalegum grunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef ekki hugmynd um hvað mín er mörg slög - hef ekki komið nálægt henni í mööööörg ár.Svona er ég nú heppin...

Harpa J 

Harpa Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 09:53

2 identicon

Sæl Halla mín, gaman að heyra frá þér....   en ,,semja" skattaskýrslu.....er skattaskýrsla ekki  bara færsla á bláköldum og staðfestum staðreyndum..... 

.... og þegar ég sá að þú varst að skrifa um öll þessi ,,slög"... hélt égað þú værir að vandræðast með einhvern hlunnindabúskap.....hvernig ætti að færa það til bókar fyrir skattinn....

...en  það er sennilega bara ég sem er svona mikil dreifbýlistútta..... búskaparhætti alltaf það fyrsta sem kemur upp í hugann...

bestu kveðjur.....Maggý 

Maggý (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 08:44

3 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

búskapur færsist á landbúnaðarskýrslu og þá byrjar fyrst pikkið!

Halla Signý Kristjánsdóttir, 27.3.2007 kl. 19:17

4 identicon

Halla, þarftu virkilega að SEMJA skattskýrsluna. Ég hef áhyggjur af fólki sem þarf að SEMJA skattskýrsluna, það bendir til að ekki sé um staðreyndir að ræða heldur eitthvað annað, eða hvað......... Kveðja frá Bosníu.  G.Fylkis

G.Fylkis (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband