25.3.2007 | 09:54
Nýtt Blogg
Jæja þetta gekk ekki hjá mér og hexia.net. Við áttum ekki samleið. Ég var alltaf að detta út, færslunar fóru á flakk eða söfnuðust of mikið til hliðar. Eða birtust sem mjóar ræmur lengst til hægri. Þar sem ég er lítt hægri sinnuð þá ákvað ég að skipta um rás. Svo var hún Hexía alltaf flókin fyrir jafn lítið tæknisinnaðann tölvusnilling eins og mig. Kunni ekki að setja inn myndir og fleira þvíumlíkt.
Þannig ég ákvað að fylgja straumnum. Ekkert nema meðalmennskan.
Lofa því að vera duglegri að blogga á nýja blogginu
Það er líka miklu skemmtilegri að blogga heldur en að gera skattaskýrsluna eins og ég á að vera að gera núna
kannski klára ég bara skattman og kíki á þetta aftur.
Athugasemdir
Velkomin í hóp almennilegra bloggara Halla mín
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 25.3.2007 kl. 13:35
þetta er allt annað..
Kristín (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 13:39
Þetta er ágætt líka...
Harpa J
Harpa Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.