Bréf til þín !

Stundum horfi ég á auglýsingar í sjónvarpinu, svona á milli atriða. Ein auglýsing fær mig til að flissa. Það er auglýsing frá póstinum, þið vitið allar þessar rauðklæddu verur í beinni röð sem aldrei slitnar jafnvel að þau standa út í miðri á og selflytja böggla, þríhjól og fleira, alla leið til mín. Takk !Fallegt fólk, fallegt landslag og allir glaðir. Hvað veldur þá flissunu?

Jú þetta kemur í kjölfar síðasta hagræðingarferli póstsins. Nú það er auðvitað búið að loka útibúum t.d á Flateyri og það var líka frekari hagræðing um að ræða. Það var ný verðskrá sem inniheldur A og B leiðir með yfirskriftinni Hratt eða hagkvæmt. Ef þú velur A póst þá á bréfið að komast næsta dag til viðtakenda, en pósturinn tryggir ekki afhendingu á B pósti fyrr en eftir þrjá daga. Já já, alin upp á Ingjaldssandi var ég alveg sátt við að lesa Tímann þótt hann væri orðinn fimm daga gamall og allt var jafn nýtt fyrir mér. Bréfin voru vikugömul og ekkert sá á þeim, fréttirnar og kveðjurnar jafn indælar. En hvernig er þetta framkvæmt?

 Ég, búsett Bolungarvík, fer með bréf í póst sem á að fara hérna innanbæjar, Ég vel Hakvæmni veitir ekki af fyrir sveitasjóð, vel B-leið. Það munar sko 17 krónum á leiðunum. Hakvæmnin felst í því að þær taka við bréfinu hérna í sparisjóðnum sem sér um afgreiðslu póstsins og svo fer bréfið til Reykjavíkur með póstbílnum með tilheyrandi bensíneyðslu, umhverfismengun og fleira. Þar er bréfið flokkað og fer svo aftur til Bolungarvíkur (bensíneyðsla, umhverfismengun og fleira) Hér taka þær aftur við bréfinu í Sparisjóðnum og Hálfdán póstur tekur við því og ber það út, gangandi J.

 Þegar ég horfi á þessa fyrrnefndu auglýsingu, trúi ég því alveg að allar þessar hendur hafi handleikið bréfið mitt , sem ég sendi á stað. Það sem er svo mikilvægt í þessari hagræðingu er að þessar hendur verða að vera í Reykjavík, ekki Flateyri eða Bolungarvík.

Hakvæmni?.. ég spyr mig,

 það eru alveg sjö ár síðan ég útskrifaðist sem viðskiptafræðingur, margt breyst greinilega.  Ég er sannfærð um að þessar 103 krónur duga ekki að dekka allan kostnaðinn, bæði óbeinan og beinan af þessu bréfi mínu.Tek það fram að starfsfólk sparisjóðsins hérna væri alveg til í að rétta bara Hálfdáni bréfið svo hann geti skokkað með það beina leið, en þeim er skylt að gera þetta svona.

Hratt eða hagkvæmt, það er efinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Að það skuli ekki vera einhver smá flokkun amk úti á landi, svo þetta fari ekki svona fram og tilbaka... ;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.10.2012 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband