Fólk í fjörð !

 


Bæði á vefmiðli MBL og útvarpinu má heyra auglýsingar og fréttatilkynningar um að það verði haldin kynning fyrir  landann í Hörpu 16 okt nk, þar sem verður kynning á störfum sem bjóðast í sveitarfélaginu Sunndal í Noregi.

Sem sagt norðmenn eru hingað komnir að smala, rétt eins og bændur og búalið eru að gera um þessar mundir hér heima. Það er gefin út fjallskilaseðill og gangnaseðlar og svo er farið á fjall og ef ekki gengur nógu vel þá verða eftirleitir þangað til allir eru búnir að fá sitt fé.

Fjallskilaseðill Norðmanna er gefinn út á mbl og Rúv og afrétturinn er landið allt, fyrst eru heimahagarnir Reykjavík smalaðir svona eins og gengur. Fjárréttin er okkar flotta, dýra, ógreidda glæsihýsi okkar Íslendinga í Reykjavík, Harpan. Ég verð að viðurkenna ég tek ofan fyrir nágrönnum okkar og frændum í austri. Þetta er sniðugt, þeir vita hvar mannauð er að finna og þangað skal leita. Auðvitað.

Sunndal er sveitarfélag sem er í mið-Noregi, svipað að landstærð og Vestfirðir fjöldinn er svipaður og á Vestfjörðum, rétt rúmlega 7000 manns. Þegar maður fer inn á heimasvæði Sunndals langar manni bara til að stökkva. Mannlíf, landslag, menningarlíf allt með blóma. Það vantar bara fólk.  Við leitum til Íslands því okkur sárvantar fleira fólk úr vissum mikilvægum starfsstéttum til starfa hjá okkur en fólk með þessa menntun er ekki á lausu í Noregi,“ segir Ståle Refstie, bæjarstjóri í Sunndal, í fréttatilkynningunni.

Svona rétt áður en ég stekk á stað og næ í ferðatöskuna og pappakassann þá fer ég að hugsa. Já, þetta er nú eitthvað sem ég kannast við. Sunndal vs Vestfirðir ? Ég bý á Vestfjörðum þar er 7000 manna samfélag, landslagið frábært, náttúran falleg, ógnandi og gefandi í senn. Menningalíf afskaplega blómlegt, mannauður nægur, félagsauðurinn flæðir um dali og fjöll. Atvinnulífið, ja kannski ekki alveg nægjanlegt, en tækifærin eru hér sem víða og með samstilltu átaki er margt hægt. (í morgun var viðtal á rúv við lærðan leikara sem hefur 100% vinnu sem leikari og hann býr í 320 manna samfélagið í Súgundafirði)  hvað er það?  En..... okkur vantar fólk. Af hverju er sveitarfélagið Sunndal að smala fólki, af hverju fór fólkið þaðan? Af hverju eru Norðmenn ekki þar heldur en að hrúgast allir í höfuðborgarsvæðið?

Af hverju förum við ekki út á mörkina og breiðum út boðskapinn? Fáum til þess Hörpuna, Laugardalshöllina, Alþingi, fjölmiðlana og síðast en ekki síst okkur sjálf.  Það eru lífsgæði að búa á Vestfjörðum.  Vestfirðingar  góðir við verðum að fara gefa út fjallskilaseðill þetta er árstíminn sem við notum til að hamstra, mjólk í mat og ull í fat. Við förum við í herferðina FÓLK í FJÖRÐ.

Koma svo !!!

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Rétt hjá þér Halla Signý. Mátt bæta við að nojararnir eru hundleiðinlegir... ´I want more fish mama´ söng Fats Waller. Það er einmitt það sem við á, meira fiskerí og helst fleiri trillukalla. Svo er hér saga frá Steward í Alaska. Við feðgarnir vorum á skaki á Papa Max og gekk bara vel. Fórum í ´Ellingsen´búð ina til að kaupa blýsökkur. Jú, afgreiðslumaðurinn kemur með gljáfægðar stangaveiðisökkur. Sonur minn spyr hvort þeir eigi ekki almmennilegar sökkur, ´we are commercial fishermen´ Það lá við að mannandsk... henti okkur útur búðinn, um leið og hann sagði þetta veri sko ekki commercail fishermen plass, hér stunduðu menn sjóstangaveiðar!!

Það er alveg klárt að ég yrði fyrstur til að koma á Flateyri, mætti ég stunda skak þaðan. Og svo er um fleiri.

Björn Emilsson, 8.10.2012 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband